Glódís Perla: Var ekki að leyfa okkur að koma neitt við þær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 09:15 Glódís Perla Viggósdóttir. Mynd/KSÍ/ Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta héldu hreinu í fjórða leiknum í röð í undankeppni EM í Minsk í gær og hafa enn ekki fengið á sig mark í keppninni. Glódís Perla átti frekar náðugan dag í íslensku vörninni í 5-0 sigri á Hvíta Rússlandi en hún ræddi við Hilmar Þór Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, eftir leikinn. „Þær bökkuðu bara frá okkur og við vorum að reyna að finna holurnar á milli línanna þeirra sem og að spila utan á þær. Mér fannst það takast ágætlega," sagði Glódís Perla en íslenski miðvörðurinn var ekki alveg nógu sátt við smámunarsemi serbneska dómarans í leiknum. „Það var svolítið erfitt að spila varnarleikinn því dómarinn var ekki að leyfa okkur að koma neitt við þær. Við vorum því svolítið eftir á í pressunni og við vorum ósáttar við það enda hefðum við viljað vera nær þeim og vinna boltann ofar. Svona spilast bara sumir leikir," sagði Glódís Perla.Glódís Perla Viggósdóttir fagnar Hörpu Þorsteinsdóttur í gær.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Ekki mikið að gerast hjá okkur aftast „Við viljum spila hápressu, vinna boltann hátt á vellinum og sækja þannig. Við náðum því nokkrum sinnum og skoruðum meðal annars eitt mark eftir frábæra hápressu. Það er jákvætt fyrir okkar leik," sagði Glódís Perla. Íslensku stelpurnar höfðu mikla yfirburði í leiknum og varnarmenn liðsins höfðu því ekki mikið að gera. „Ég viðurkenni það alveg að það var ekki mikið að gerast hjá okkur aftast en þá er bara að hugsa um sóknarleikinn og vera síðan tilbúin þegar boltarnir koma," sagði Glódís. „Það getur verið flókið að halda einbeitingu við slíkar aðstæður en þá er bara að tala saman í varnarlínunni og vera með í leiknum allan tímann," sagði Glódís Perla.Glódís Perla ViggósdóttirMynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Fara að hugsa um Skotaleikinn núna Íslenska liðið hefur unnið alla leiki sína í undankeppninni en það hafa Skotar gert líka. Næsti leikur íslenska liðsins er einmitt á útivelli á móti Skotlandi í byrjun júní. „Það er rosalega gott að geta farið að einbeita sér að Skotaleiknum núna því við höfum vitað það lengi að það sé leikur sem við þurfum að vinna og standa okkur vel í. Það er gott að geta líka tekið þetta með okkur inn í hann. Við erum ekki búnar að fá á okkur mark í keppninni sem er mjög jákvætt. Við þurfum að halda því áfram og sérstaklega á móti þeim," sagði Glódís. Markatala íslensku stelpnanna eftir fjóra leiki er 17-0 og það þrátt fyrir að þrír af leikjunum hafi verið á útivelli. „Við erum með frábært varnarlið í heild, allt frá efsta manni og niður. Við erum að vinna níutíu prósent af boltunum okkar á fyrstu tveimur þriðjungunum þannig að þetta er frábær varnarvinna alls liðsins," sagði Glódís aðspurð að því hvað liggur að baki því að vera búnar að halda hreinu í 360 mínútur. „Það er fullt sem má laga hjá okkur og við hefðum kannski átt að skora fleiri mörk. Það er alltaf hægt að laga eitthvað," sagði Glódís en það er hægt að sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Elska gervigras Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu þegar Ísland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi með fimm mörkum gegn engu í undankeppni EM 2017 í gær. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið. 13. apríl 2016 06:00 Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10 Harpa með þrennu í fjórða sigri stelpnanna í röð Íslenska kvennalandsliðið er áfram með fullt hús í riðli sínum í undankeppni EM 2017 eftir flottan 5-0 útisigur á Hvíta Rússlandi í fyrsta mótsleik ársins. 12. apríl 2016 16:51 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta héldu hreinu í fjórða leiknum í röð í undankeppni EM í Minsk í gær og hafa enn ekki fengið á sig mark í keppninni. Glódís Perla átti frekar náðugan dag í íslensku vörninni í 5-0 sigri á Hvíta Rússlandi en hún ræddi við Hilmar Þór Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, eftir leikinn. „Þær bökkuðu bara frá okkur og við vorum að reyna að finna holurnar á milli línanna þeirra sem og að spila utan á þær. Mér fannst það takast ágætlega," sagði Glódís Perla en íslenski miðvörðurinn var ekki alveg nógu sátt við smámunarsemi serbneska dómarans í leiknum. „Það var svolítið erfitt að spila varnarleikinn því dómarinn var ekki að leyfa okkur að koma neitt við þær. Við vorum því svolítið eftir á í pressunni og við vorum ósáttar við það enda hefðum við viljað vera nær þeim og vinna boltann ofar. Svona spilast bara sumir leikir," sagði Glódís Perla.Glódís Perla Viggósdóttir fagnar Hörpu Þorsteinsdóttur í gær.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Ekki mikið að gerast hjá okkur aftast „Við viljum spila hápressu, vinna boltann hátt á vellinum og sækja þannig. Við náðum því nokkrum sinnum og skoruðum meðal annars eitt mark eftir frábæra hápressu. Það er jákvætt fyrir okkar leik," sagði Glódís Perla. Íslensku stelpurnar höfðu mikla yfirburði í leiknum og varnarmenn liðsins höfðu því ekki mikið að gera. „Ég viðurkenni það alveg að það var ekki mikið að gerast hjá okkur aftast en þá er bara að hugsa um sóknarleikinn og vera síðan tilbúin þegar boltarnir koma," sagði Glódís. „Það getur verið flókið að halda einbeitingu við slíkar aðstæður en þá er bara að tala saman í varnarlínunni og vera með í leiknum allan tímann," sagði Glódís Perla.Glódís Perla ViggósdóttirMynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Fara að hugsa um Skotaleikinn núna Íslenska liðið hefur unnið alla leiki sína í undankeppninni en það hafa Skotar gert líka. Næsti leikur íslenska liðsins er einmitt á útivelli á móti Skotlandi í byrjun júní. „Það er rosalega gott að geta farið að einbeita sér að Skotaleiknum núna því við höfum vitað það lengi að það sé leikur sem við þurfum að vinna og standa okkur vel í. Það er gott að geta líka tekið þetta með okkur inn í hann. Við erum ekki búnar að fá á okkur mark í keppninni sem er mjög jákvætt. Við þurfum að halda því áfram og sérstaklega á móti þeim," sagði Glódís. Markatala íslensku stelpnanna eftir fjóra leiki er 17-0 og það þrátt fyrir að þrír af leikjunum hafi verið á útivelli. „Við erum með frábært varnarlið í heild, allt frá efsta manni og niður. Við erum að vinna níutíu prósent af boltunum okkar á fyrstu tveimur þriðjungunum þannig að þetta er frábær varnarvinna alls liðsins," sagði Glódís aðspurð að því hvað liggur að baki því að vera búnar að halda hreinu í 360 mínútur. „Það er fullt sem má laga hjá okkur og við hefðum kannski átt að skora fleiri mörk. Það er alltaf hægt að laga eitthvað," sagði Glódís en það er hægt að sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Elska gervigras Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu þegar Ísland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi með fimm mörkum gegn engu í undankeppni EM 2017 í gær. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið. 13. apríl 2016 06:00 Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10 Harpa með þrennu í fjórða sigri stelpnanna í röð Íslenska kvennalandsliðið er áfram með fullt hús í riðli sínum í undankeppni EM 2017 eftir flottan 5-0 útisigur á Hvíta Rússlandi í fyrsta mótsleik ársins. 12. apríl 2016 16:51 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Elska gervigras Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu þegar Ísland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi með fimm mörkum gegn engu í undankeppni EM 2017 í gær. Þetta var önnur þrenna Hörpu fyrir landsliðið. 13. apríl 2016 06:00
Freyr: Fullkominn dagur í Minsk | Myndband Freyr Alexandersson var ánægður með frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í 0-5 sigrinum á Hvíta-Rússlandi í dag. 12. apríl 2016 20:10
Harpa með þrennu í fjórða sigri stelpnanna í röð Íslenska kvennalandsliðið er áfram með fullt hús í riðli sínum í undankeppni EM 2017 eftir flottan 5-0 útisigur á Hvíta Rússlandi í fyrsta mótsleik ársins. 12. apríl 2016 16:51
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti