Cristiano Ronaldo, stórstjarna og hetja Real Madrid á vítapunktinum í kvöld, segir að reynslan hafi skipt sköpum í úrslitaleiknum gegn Atlético í kvöld.
Real vann úrslitaleikinn gegn Atlético í vítaspyrnukeppni, en Ronaldo segir að reynslan hafi vegið þungt þegar leikmennirnir stigu á vítapunktinn.
„Þetta er frábært kvöld fyrir okkur," sagði þessi 31 ára Portúgali. „Okkar lið sýndi meiri reynslu og við sýndum það á vítapunktinum."
Sergio Ramos kom Real yfir í fyrri hálfleik, en Yannick Carrasco jafnaði metin ellefu míútum fyrir leikslok. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppninni.
„Vítaspyrnukeppnin er alltaf lottó, þú veist aldrei hvað gerist.
Ronaldo haltraði nánast alla framlenginguna, en hann steig á vítapunktinn og tryggði Real sigurinn með fimmta víti liðsins.
Ronaldo: Vítaspyrnukeppni er alltaf lottó

Tengdar fréttir

Twitter: „Bale er eins og Sveppi í 10 kílómetrunum“
Fólkið á Twitter var vel með á nótunum yfir úrslitaleik Real Madrid og Atletico Madrid, en fólk var duglegt við að láta sína skoðun í ljós á samskiptamiðlinum.

Ronaldo tryggði Real sigur í Meistaradeild Evrópu | Sjáðu mörkin og vítaspyrnukeppnina
Real Madrid er sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ellefta skipti eftir sigur á Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni, en Juanfran reyndist skúrkurinn.

Modric: Þessi bikar tilheyrir Real Madrid
Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, var stoltur í leikslok eftir sigur Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Hann segir leikurinn hafi verið erfiður vegna rakans.