Vonir bundnar við lagabreytingu um skipta búsetu barna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. maí 2016 19:17 Formaður starfshóps Innanríkisráðuneytisins um skipta búsetu barna bindur vonir við að lagabreytingar sem heimila tvöfalda búsetu barna gangi í gegn á næstunni. Þannig myndi meðlagsskylda falla niður og barnabætur deilast jafnt á foreldra. Aðstöðumunur foreldra sem fara með sameiginlega forsjá yfir börnum sínum er mikill eftir því hjá hvoru foreldrinu barnið er með lögheimili. Lögheimilisforeldri hefur til dæmis ákvörðunarvald um búsetu barnsins innanlands auk þess sem í lögum er skildubundið ákvæði um að greitt sé meðlag til lögheimilisforeldris, jafnvel þó forsjá sé sameiginleg og kostnaði deilt að öllu leyti. Þá fara barnabætur og annar opinber stuðningur beint til lögheimilisforeldris. Innanríkisráðherra skipaði í vetur verkefnisstjórn til að kanna hvernig best væri að jafna rétt foreldra í slíkum málum. Þeirri vinnu er nú lokið. Formaður verkefnisstjórnarinnar segir að ljóst sé að lagalega sé of flókið að barn sé með tvöfalda lögheimilisskráningu. Þess í stað sé nú verið að leita leiða til að lögfesta skipta búsetu barna foreldra með sameiginlegt forræði. „Það er í rauninni verið að aftengja öll þessi réttindi sem tengjast lögheimilinu,“ segir Lilja Borg Viðarsdóttir, formaður verkefnahóps um skipta búsetu barna. „Eins og staðan er í dag er það foreldri sem fær barnabætur, vaxtabætur og allan stuðning frá hinu opinbera, hvort sem það eru sveitarfélög eða ríkið. Þannig það er ekkert verið mögulegt fyrir hitt foreldrið að óska eftir þessum stuðningi. Niðurstaðan er að ef foreldrar semja um skipta búsetu að hægt væri að skipta þessum greiðslum jafnt á milli þeirra.“ Með skiptri búsetu yrði öll ákvarðantaka því sameiginleg. „Þetta breytir miklu fyrir það foreldri sem barnið hefur ekki lögheimili hjá. Sérstaklega skráningin í þjóðskrá að þau séu bara yfirhöfuð viðurkennd sem foreldri í þjóðskrá sem flest kerfin eru tengd við.“ Ljóst er að slíkar lagabreytingar eru umfangsmiklar, en Lilja segist vera bjartsýn á að þær nái fram að ganga á næstu mánuðum. „Við erum mjög bjartsýn. Þetta er mjög þarft verkefni sem snertir mjög marga. Við höfum einsett okkur það í þessari verkefnastjórn að klára þessa vinnu og kortlagningu fyrir sumarið. Þegar það liggur fyrir er hægt að meta umfangið og fara í kjölfarið í það að lögfesta ákvæði í barnalög sem heimilar þetta búsetuform barna.“ Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Formaður starfshóps Innanríkisráðuneytisins um skipta búsetu barna bindur vonir við að lagabreytingar sem heimila tvöfalda búsetu barna gangi í gegn á næstunni. Þannig myndi meðlagsskylda falla niður og barnabætur deilast jafnt á foreldra. Aðstöðumunur foreldra sem fara með sameiginlega forsjá yfir börnum sínum er mikill eftir því hjá hvoru foreldrinu barnið er með lögheimili. Lögheimilisforeldri hefur til dæmis ákvörðunarvald um búsetu barnsins innanlands auk þess sem í lögum er skildubundið ákvæði um að greitt sé meðlag til lögheimilisforeldris, jafnvel þó forsjá sé sameiginleg og kostnaði deilt að öllu leyti. Þá fara barnabætur og annar opinber stuðningur beint til lögheimilisforeldris. Innanríkisráðherra skipaði í vetur verkefnisstjórn til að kanna hvernig best væri að jafna rétt foreldra í slíkum málum. Þeirri vinnu er nú lokið. Formaður verkefnisstjórnarinnar segir að ljóst sé að lagalega sé of flókið að barn sé með tvöfalda lögheimilisskráningu. Þess í stað sé nú verið að leita leiða til að lögfesta skipta búsetu barna foreldra með sameiginlegt forræði. „Það er í rauninni verið að aftengja öll þessi réttindi sem tengjast lögheimilinu,“ segir Lilja Borg Viðarsdóttir, formaður verkefnahóps um skipta búsetu barna. „Eins og staðan er í dag er það foreldri sem fær barnabætur, vaxtabætur og allan stuðning frá hinu opinbera, hvort sem það eru sveitarfélög eða ríkið. Þannig það er ekkert verið mögulegt fyrir hitt foreldrið að óska eftir þessum stuðningi. Niðurstaðan er að ef foreldrar semja um skipta búsetu að hægt væri að skipta þessum greiðslum jafnt á milli þeirra.“ Með skiptri búsetu yrði öll ákvarðantaka því sameiginleg. „Þetta breytir miklu fyrir það foreldri sem barnið hefur ekki lögheimili hjá. Sérstaklega skráningin í þjóðskrá að þau séu bara yfirhöfuð viðurkennd sem foreldri í þjóðskrá sem flest kerfin eru tengd við.“ Ljóst er að slíkar lagabreytingar eru umfangsmiklar, en Lilja segist vera bjartsýn á að þær nái fram að ganga á næstu mánuðum. „Við erum mjög bjartsýn. Þetta er mjög þarft verkefni sem snertir mjög marga. Við höfum einsett okkur það í þessari verkefnastjórn að klára þessa vinnu og kortlagningu fyrir sumarið. Þegar það liggur fyrir er hægt að meta umfangið og fara í kjölfarið í það að lögfesta ákvæði í barnalög sem heimilar þetta búsetuform barna.“
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira