Belgía vann 2-1 sigur á Sviss í vináttulandsleik fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar, en leikurinn fór fram í Sviss.
Blerim Dzemaili kom Sviss yfir á 31. mínútu, en þremur mínútum síðar jafnaði framherji Everton, Romelu LUkaku metin.
Staðan var 1-1 í hálfleik, en á 81. mínútu fékk Haris Seferovic rautt spjald í liði Sviss. Belgar nýttu sér liðsmuninn og Kevin de Bruyne skoraði sigurmarkið tveimur mínútum síðar.
Belgía er í riðli með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð á EM í sumar, en Sviss er með Albaníu, Rúmeníu og gestgjöfunum í Frakklandi í riðli.
De Bruyne tryggði Belgum sigur
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn