Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 23:09 Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. Vísir/Getty Donald Trump kynnti í dag þá utanríkisstefnu sem hann hyggst starfa eftir verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Lofaði hann því að hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna yrðu ávallt ofan á þegar ákvarðanir væru teknar. Lofaði Trump því m.a. að hann myndi „bjarga mannkyninu“ og að að hann myndi laga utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hann sagði hafa ryðgað frá lokum Kalda stríðsins. Var þetta í fyrsta sinn sem Trump lagði fram raunverulega stefnu í einum stærsta málaflokki sem forseti Bandaríkjanna þarf að glíma við. Athygli vakti að hinn hefðbundni og þrasgjarni ræðustíll Trump vék fyrir mun yfirvegaðri ræðustíl á meðan Trump fór yfir stefnumál sín í utanríkismálum. Gagnrýndi hann núverandi stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta í málefnum Mið-Austurlanda harðlega og sagði hana hafa verið „fullkomið stórslys“. Sagði hann stefnu Obama hafa verið algjörlega stefnulausa og tengdi hann Hillary Clinton, sem líklega verður mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum, við stefnuna en Clinton gegndi um hríð embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Lofaði Trump því að hann myndi ávallt setja hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna ofar öllu en titill utanríkisstefnu Trump ber nafnið „America First“. Lagði Trump áherslu á að hann myndi auka styrk Bandaríkjanna á alþjóðavísu og að Bandaríkin myndu koma á friði í heiminum með styrk sínum.Hvað sagði Trump um ISIS?Trump sagði að næði hann kjöri yrðu dagar ISIS fljótlega taldir en hann vildi ekki segja hvernig eða hvenær það yrði gert. Sagði hann að Bandaríkin yrðu að koma í veg fyrir útbreiðslu róttækrar múhameðstrúar og að það myndi verða gert í náinni samvinnu við bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.Um NATO og aðra bandamenn?Trump hyggst sækjast eftir því að halda viðræður við bandamenn Bandaríkjanna innan NATO með það fyrir augum að endurskipuleggja starfsemi og skipulag bandalagsins. Þá þyrftu aðrir bandamenn að leggja meira af mörkum til fjármögnunar bandalagsins. Sagði hann þau ríki sem nytu verndar af hálfu Bandaríkjanna yrðu að greiða fyrir þá vernd ella þyrftu þau að sjá um sínar varnir sjálfar. Þá sagðist hann ætla að ræða við Rússland og hvort hægt væri að finna grundvöll fyrir aukinni samvinnu. Einnig ætlar hann að sýna aukna hörku í samskiptum við Kína en Trump talaði um að Kínverjar væru að missa alla virðingu fyrir Bandaríkjunum.Trump var gagnrýndur fyrir framburð sinn á nafni Tanzaníu.Trump farinn að horfa til kosninganna í nóvemberAllar líkur eru á því að Trump hljóti útnefningu Repúblikana-flokksins eftir að hann fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna af þeim 1.237 sem til þarf. Hefur hann því nú í auknum mæli hafið undirbúning að kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar sjálfar sem fara fram í nóvember líkt. Alls eiga Repúblikanar eftir að ganga að kjörborðum í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Næstu forkosningar fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum. Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Donald Trump kynnti í dag þá utanríkisstefnu sem hann hyggst starfa eftir verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Lofaði hann því að hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna yrðu ávallt ofan á þegar ákvarðanir væru teknar. Lofaði Trump því m.a. að hann myndi „bjarga mannkyninu“ og að að hann myndi laga utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hann sagði hafa ryðgað frá lokum Kalda stríðsins. Var þetta í fyrsta sinn sem Trump lagði fram raunverulega stefnu í einum stærsta málaflokki sem forseti Bandaríkjanna þarf að glíma við. Athygli vakti að hinn hefðbundni og þrasgjarni ræðustíll Trump vék fyrir mun yfirvegaðri ræðustíl á meðan Trump fór yfir stefnumál sín í utanríkismálum. Gagnrýndi hann núverandi stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta í málefnum Mið-Austurlanda harðlega og sagði hana hafa verið „fullkomið stórslys“. Sagði hann stefnu Obama hafa verið algjörlega stefnulausa og tengdi hann Hillary Clinton, sem líklega verður mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum, við stefnuna en Clinton gegndi um hríð embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Lofaði Trump því að hann myndi ávallt setja hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna ofar öllu en titill utanríkisstefnu Trump ber nafnið „America First“. Lagði Trump áherslu á að hann myndi auka styrk Bandaríkjanna á alþjóðavísu og að Bandaríkin myndu koma á friði í heiminum með styrk sínum.Hvað sagði Trump um ISIS?Trump sagði að næði hann kjöri yrðu dagar ISIS fljótlega taldir en hann vildi ekki segja hvernig eða hvenær það yrði gert. Sagði hann að Bandaríkin yrðu að koma í veg fyrir útbreiðslu róttækrar múhameðstrúar og að það myndi verða gert í náinni samvinnu við bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.Um NATO og aðra bandamenn?Trump hyggst sækjast eftir því að halda viðræður við bandamenn Bandaríkjanna innan NATO með það fyrir augum að endurskipuleggja starfsemi og skipulag bandalagsins. Þá þyrftu aðrir bandamenn að leggja meira af mörkum til fjármögnunar bandalagsins. Sagði hann þau ríki sem nytu verndar af hálfu Bandaríkjanna yrðu að greiða fyrir þá vernd ella þyrftu þau að sjá um sínar varnir sjálfar. Þá sagðist hann ætla að ræða við Rússland og hvort hægt væri að finna grundvöll fyrir aukinni samvinnu. Einnig ætlar hann að sýna aukna hörku í samskiptum við Kína en Trump talaði um að Kínverjar væru að missa alla virðingu fyrir Bandaríkjunum.Trump var gagnrýndur fyrir framburð sinn á nafni Tanzaníu.Trump farinn að horfa til kosninganna í nóvemberAllar líkur eru á því að Trump hljóti útnefningu Repúblikana-flokksins eftir að hann fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna af þeim 1.237 sem til þarf. Hefur hann því nú í auknum mæli hafið undirbúning að kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar sjálfar sem fara fram í nóvember líkt. Alls eiga Repúblikanar eftir að ganga að kjörborðum í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Næstu forkosningar fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum.
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira