Erlent

Aflandsgögn verða birt í maí

Þórdís Valsdóttir skrifar
Gögnunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama.
Gögnunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama. Nordicphotos/AFP
ICIJ, Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, munu opna fyrir aðgengi að gagnagrunni með upplýsingum úr Panamaskjölunum svokölluðu þann 9. maí næstkomandi.

Í gagnagrunninum verður að finna upplýsingar um rúmlega 200 þúsund aflandsfélög sem tengjast lögfræðistofunni panamísku Mossack Fonseca.

Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum verða ekki birtar persónulegar upplýsingar um millifærslur, bankareikninga, tölvupósta eða önnur persónuleg samskipti. Þau gögn sem verða birt verða birt með almannahagsmuni í huga.

Hægt verður að fletta upp í gagnagrunninum og koma þar fram upplýsingar um aflandsfélög og þá einstaklinga, í um 200 löndum, sem standa að baki þeim.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×