Ekki tímabært að ákveða kjördag Höskuldur Kári Schram skrifar 10. apríl 2016 18:38 Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan fimm í dag en þetta er fyrsti fundur miðstjórnar eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson settist í stól forsætisráðherra. Sérstaklega var boðað til fundarins til að ræða þær breytingar sem hafa orðið á stjórnarsamstarfinu og boðaðar kosningar. Kosningarnar eiga að fara fram í haust en beðið er eftir því að forystumenn ríkisstjórnarinnar ákveði kjördag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þó ekki tímabært að ákveða kjördag. „Ég skil að fólk kalli eftir þessu og mér finnst mjög líklegt að það skýrist af framgangi þingmála núna í apríl og kannski eitthvað inn í maí. Þá sjáum við þetta miklu betur. En það hljóta allir að átta sig á því að við erum að tala um og horfa svona með öllum fyrirvörum fram til október eða kannski eitthvað svoleiðis,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að klára ákveðin mál áður en boðað verður til kosninga. Bjarni útilokar að kosningar muni frestast inn í veturinn. „það sem er sérstaklega erfitt varðandi það er það sem tengist fjárlagavinnunni. það er mjög vont fyrir stjórnkerfið að það liggi ekki fyrir hvort að til standi að koma með frumvarp í september vegna þess að þá þarf vinnunni að ljúka í júní. Ef menn ætla að ganga til kosninga þá gerist það ekki. Ég get ekki séð það fyrir mér að þetta þing starfi lengst inn í haustið. Þá fara aðrir hlutir að koma inn í myndina sem skipta miklu máli,“ segir Bjarni. Hann útilokar þó ekki sumarþing. „Þetta þing getur í sjálfu sér staðið fram í september. Við gætum starfað í ágúst. Ef ég man rétt þá er viðmiðunardagsetning eftir 10. ágúst sem þingið gæti komið saman. En það er of snemmt núna að segja til um það hvort og hversu mikil þörf verður að halda þingstörfum svo lengi áfram,“ segir Bjarni. Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan fimm í dag en þetta er fyrsti fundur miðstjórnar eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson settist í stól forsætisráðherra. Sérstaklega var boðað til fundarins til að ræða þær breytingar sem hafa orðið á stjórnarsamstarfinu og boðaðar kosningar. Kosningarnar eiga að fara fram í haust en beðið er eftir því að forystumenn ríkisstjórnarinnar ákveði kjördag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þó ekki tímabært að ákveða kjördag. „Ég skil að fólk kalli eftir þessu og mér finnst mjög líklegt að það skýrist af framgangi þingmála núna í apríl og kannski eitthvað inn í maí. Þá sjáum við þetta miklu betur. En það hljóta allir að átta sig á því að við erum að tala um og horfa svona með öllum fyrirvörum fram til október eða kannski eitthvað svoleiðis,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að klára ákveðin mál áður en boðað verður til kosninga. Bjarni útilokar að kosningar muni frestast inn í veturinn. „það sem er sérstaklega erfitt varðandi það er það sem tengist fjárlagavinnunni. það er mjög vont fyrir stjórnkerfið að það liggi ekki fyrir hvort að til standi að koma með frumvarp í september vegna þess að þá þarf vinnunni að ljúka í júní. Ef menn ætla að ganga til kosninga þá gerist það ekki. Ég get ekki séð það fyrir mér að þetta þing starfi lengst inn í haustið. Þá fara aðrir hlutir að koma inn í myndina sem skipta miklu máli,“ segir Bjarni. Hann útilokar þó ekki sumarþing. „Þetta þing getur í sjálfu sér staðið fram í september. Við gætum starfað í ágúst. Ef ég man rétt þá er viðmiðunardagsetning eftir 10. ágúst sem þingið gæti komið saman. En það er of snemmt núna að segja til um það hvort og hversu mikil þörf verður að halda þingstörfum svo lengi áfram,“ segir Bjarni.
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira