Ekki tímabært að ákveða kjördag Höskuldur Kári Schram skrifar 10. apríl 2016 18:38 Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan fimm í dag en þetta er fyrsti fundur miðstjórnar eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson settist í stól forsætisráðherra. Sérstaklega var boðað til fundarins til að ræða þær breytingar sem hafa orðið á stjórnarsamstarfinu og boðaðar kosningar. Kosningarnar eiga að fara fram í haust en beðið er eftir því að forystumenn ríkisstjórnarinnar ákveði kjördag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þó ekki tímabært að ákveða kjördag. „Ég skil að fólk kalli eftir þessu og mér finnst mjög líklegt að það skýrist af framgangi þingmála núna í apríl og kannski eitthvað inn í maí. Þá sjáum við þetta miklu betur. En það hljóta allir að átta sig á því að við erum að tala um og horfa svona með öllum fyrirvörum fram til október eða kannski eitthvað svoleiðis,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að klára ákveðin mál áður en boðað verður til kosninga. Bjarni útilokar að kosningar muni frestast inn í veturinn. „það sem er sérstaklega erfitt varðandi það er það sem tengist fjárlagavinnunni. það er mjög vont fyrir stjórnkerfið að það liggi ekki fyrir hvort að til standi að koma með frumvarp í september vegna þess að þá þarf vinnunni að ljúka í júní. Ef menn ætla að ganga til kosninga þá gerist það ekki. Ég get ekki séð það fyrir mér að þetta þing starfi lengst inn í haustið. Þá fara aðrir hlutir að koma inn í myndina sem skipta miklu máli,“ segir Bjarni. Hann útilokar þó ekki sumarþing. „Þetta þing getur í sjálfu sér staðið fram í september. Við gætum starfað í ágúst. Ef ég man rétt þá er viðmiðunardagsetning eftir 10. ágúst sem þingið gæti komið saman. En það er of snemmt núna að segja til um það hvort og hversu mikil þörf verður að halda þingstörfum svo lengi áfram,“ segir Bjarni. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan fimm í dag en þetta er fyrsti fundur miðstjórnar eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson settist í stól forsætisráðherra. Sérstaklega var boðað til fundarins til að ræða þær breytingar sem hafa orðið á stjórnarsamstarfinu og boðaðar kosningar. Kosningarnar eiga að fara fram í haust en beðið er eftir því að forystumenn ríkisstjórnarinnar ákveði kjördag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þó ekki tímabært að ákveða kjördag. „Ég skil að fólk kalli eftir þessu og mér finnst mjög líklegt að það skýrist af framgangi þingmála núna í apríl og kannski eitthvað inn í maí. Þá sjáum við þetta miklu betur. En það hljóta allir að átta sig á því að við erum að tala um og horfa svona með öllum fyrirvörum fram til október eða kannski eitthvað svoleiðis,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að klára ákveðin mál áður en boðað verður til kosninga. Bjarni útilokar að kosningar muni frestast inn í veturinn. „það sem er sérstaklega erfitt varðandi það er það sem tengist fjárlagavinnunni. það er mjög vont fyrir stjórnkerfið að það liggi ekki fyrir hvort að til standi að koma með frumvarp í september vegna þess að þá þarf vinnunni að ljúka í júní. Ef menn ætla að ganga til kosninga þá gerist það ekki. Ég get ekki séð það fyrir mér að þetta þing starfi lengst inn í haustið. Þá fara aðrir hlutir að koma inn í myndina sem skipta miklu máli,“ segir Bjarni. Hann útilokar þó ekki sumarþing. „Þetta þing getur í sjálfu sér staðið fram í september. Við gætum starfað í ágúst. Ef ég man rétt þá er viðmiðunardagsetning eftir 10. ágúst sem þingið gæti komið saman. En það er of snemmt núna að segja til um það hvort og hversu mikil þörf verður að halda þingstörfum svo lengi áfram,“ segir Bjarni.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira