Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Höskuldur Kári Schram skrifar 10. apríl 2016 13:47 Prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir kannanir benda til þess að stjórnarflokkarnir tveir séu byrjaðir að missa sína dyggustu stuðningsmenn. Þá sé ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum. Kannanir sem gerðar hafa verið síðustu viku benda til þess að Vinstri græn hafi aukið fylgi sitt verulega. Á sama tíma dregur úr stuðningi við stjórnarflokkana, og þá sérstaklega Framsóknarflokkinn, sem í sumum könnunum er að mælast undir tíu prósentum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. „Þá er að skafast aðeins af stjórnarflokkunum. Þeir hafa ekki flogið hátt í könnunum síðasta árið og þeir eru heldur að gefa eftir. Þetta er þó ekki mikið. Þeir hafa náttúrlega verið komnir niður í harðkjarnafylgið og það er eitthvað að skrapast af því sýnist mér,“ sagði Grétar. Lítil hreyfing hefur verið á fylgi Samfylkingarinnar í könnunum en Grétar telur það megi að sumu leyti skýra út frá umræðu um tengsl fyrrverandi gjaldkera flokksins, Vilhjálms Þorsteinssonar, við félög í Lúxemborg. „Vinstri grænir eru að taka flug í mælingu eftir mælingu. Það hlýtur að vera vísbending um eitthvað þannig að þeir eru sennilega að taka fylgi, sem við getum kallað hvað sem er, óánægjufylgi eða hvað það er, eitthvað fylgi sem fer á hreyfingu. Eitthvað virðist fara af Pírötum og það gæti verið að það sé að fara yfir á VG. En ég hef ekki séð neinar greiningar á því þannig að ég get ekki fullyrt um það,“ sagði Grétar. Hann sagði það ástand sem skapaðist í síðustu viku hafa reynst einskonar bjarghringur fyrir Bjarta framtíð sem virðist vera komin aftur upp í fimm prósenta fylgi sem er þröskuldurinn sem þarf að komast yfir til að ná kjörnum þingmönnum á þing. Tengdar fréttir Lítið traust borið til nýrrar ríkisstjórnar 65 til 66 prósent bera fremur eða mjög lítið traust til hennar og þar af 54 til 55 prósent. 8. apríl 2016 11:45 Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir kannanir benda til þess að stjórnarflokkarnir tveir séu byrjaðir að missa sína dyggustu stuðningsmenn. Þá sé ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum. Kannanir sem gerðar hafa verið síðustu viku benda til þess að Vinstri græn hafi aukið fylgi sitt verulega. Á sama tíma dregur úr stuðningi við stjórnarflokkana, og þá sérstaklega Framsóknarflokkinn, sem í sumum könnunum er að mælast undir tíu prósentum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. „Þá er að skafast aðeins af stjórnarflokkunum. Þeir hafa ekki flogið hátt í könnunum síðasta árið og þeir eru heldur að gefa eftir. Þetta er þó ekki mikið. Þeir hafa náttúrlega verið komnir niður í harðkjarnafylgið og það er eitthvað að skrapast af því sýnist mér,“ sagði Grétar. Lítil hreyfing hefur verið á fylgi Samfylkingarinnar í könnunum en Grétar telur það megi að sumu leyti skýra út frá umræðu um tengsl fyrrverandi gjaldkera flokksins, Vilhjálms Þorsteinssonar, við félög í Lúxemborg. „Vinstri grænir eru að taka flug í mælingu eftir mælingu. Það hlýtur að vera vísbending um eitthvað þannig að þeir eru sennilega að taka fylgi, sem við getum kallað hvað sem er, óánægjufylgi eða hvað það er, eitthvað fylgi sem fer á hreyfingu. Eitthvað virðist fara af Pírötum og það gæti verið að það sé að fara yfir á VG. En ég hef ekki séð neinar greiningar á því þannig að ég get ekki fullyrt um það,“ sagði Grétar. Hann sagði það ástand sem skapaðist í síðustu viku hafa reynst einskonar bjarghringur fyrir Bjarta framtíð sem virðist vera komin aftur upp í fimm prósenta fylgi sem er þröskuldurinn sem þarf að komast yfir til að ná kjörnum þingmönnum á þing.
Tengdar fréttir Lítið traust borið til nýrrar ríkisstjórnar 65 til 66 prósent bera fremur eða mjög lítið traust til hennar og þar af 54 til 55 prósent. 8. apríl 2016 11:45 Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Lítið traust borið til nýrrar ríkisstjórnar 65 til 66 prósent bera fremur eða mjög lítið traust til hennar og þar af 54 til 55 prósent. 8. apríl 2016 11:45
Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00
Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00