Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Höskuldur Kári Schram skrifar 10. apríl 2016 13:47 Prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir kannanir benda til þess að stjórnarflokkarnir tveir séu byrjaðir að missa sína dyggustu stuðningsmenn. Þá sé ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum. Kannanir sem gerðar hafa verið síðustu viku benda til þess að Vinstri græn hafi aukið fylgi sitt verulega. Á sama tíma dregur úr stuðningi við stjórnarflokkana, og þá sérstaklega Framsóknarflokkinn, sem í sumum könnunum er að mælast undir tíu prósentum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. „Þá er að skafast aðeins af stjórnarflokkunum. Þeir hafa ekki flogið hátt í könnunum síðasta árið og þeir eru heldur að gefa eftir. Þetta er þó ekki mikið. Þeir hafa náttúrlega verið komnir niður í harðkjarnafylgið og það er eitthvað að skrapast af því sýnist mér,“ sagði Grétar. Lítil hreyfing hefur verið á fylgi Samfylkingarinnar í könnunum en Grétar telur það megi að sumu leyti skýra út frá umræðu um tengsl fyrrverandi gjaldkera flokksins, Vilhjálms Þorsteinssonar, við félög í Lúxemborg. „Vinstri grænir eru að taka flug í mælingu eftir mælingu. Það hlýtur að vera vísbending um eitthvað þannig að þeir eru sennilega að taka fylgi, sem við getum kallað hvað sem er, óánægjufylgi eða hvað það er, eitthvað fylgi sem fer á hreyfingu. Eitthvað virðist fara af Pírötum og það gæti verið að það sé að fara yfir á VG. En ég hef ekki séð neinar greiningar á því þannig að ég get ekki fullyrt um það,“ sagði Grétar. Hann sagði það ástand sem skapaðist í síðustu viku hafa reynst einskonar bjarghringur fyrir Bjarta framtíð sem virðist vera komin aftur upp í fimm prósenta fylgi sem er þröskuldurinn sem þarf að komast yfir til að ná kjörnum þingmönnum á þing. Tengdar fréttir Lítið traust borið til nýrrar ríkisstjórnar 65 til 66 prósent bera fremur eða mjög lítið traust til hennar og þar af 54 til 55 prósent. 8. apríl 2016 11:45 Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir kannanir benda til þess að stjórnarflokkarnir tveir séu byrjaðir að missa sína dyggustu stuðningsmenn. Þá sé ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum. Kannanir sem gerðar hafa verið síðustu viku benda til þess að Vinstri græn hafi aukið fylgi sitt verulega. Á sama tíma dregur úr stuðningi við stjórnarflokkana, og þá sérstaklega Framsóknarflokkinn, sem í sumum könnunum er að mælast undir tíu prósentum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. „Þá er að skafast aðeins af stjórnarflokkunum. Þeir hafa ekki flogið hátt í könnunum síðasta árið og þeir eru heldur að gefa eftir. Þetta er þó ekki mikið. Þeir hafa náttúrlega verið komnir niður í harðkjarnafylgið og það er eitthvað að skrapast af því sýnist mér,“ sagði Grétar. Lítil hreyfing hefur verið á fylgi Samfylkingarinnar í könnunum en Grétar telur það megi að sumu leyti skýra út frá umræðu um tengsl fyrrverandi gjaldkera flokksins, Vilhjálms Þorsteinssonar, við félög í Lúxemborg. „Vinstri grænir eru að taka flug í mælingu eftir mælingu. Það hlýtur að vera vísbending um eitthvað þannig að þeir eru sennilega að taka fylgi, sem við getum kallað hvað sem er, óánægjufylgi eða hvað það er, eitthvað fylgi sem fer á hreyfingu. Eitthvað virðist fara af Pírötum og það gæti verið að það sé að fara yfir á VG. En ég hef ekki séð neinar greiningar á því þannig að ég get ekki fullyrt um það,“ sagði Grétar. Hann sagði það ástand sem skapaðist í síðustu viku hafa reynst einskonar bjarghringur fyrir Bjarta framtíð sem virðist vera komin aftur upp í fimm prósenta fylgi sem er þröskuldurinn sem þarf að komast yfir til að ná kjörnum þingmönnum á þing.
Tengdar fréttir Lítið traust borið til nýrrar ríkisstjórnar 65 til 66 prósent bera fremur eða mjög lítið traust til hennar og þar af 54 til 55 prósent. 8. apríl 2016 11:45 Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Lítið traust borið til nýrrar ríkisstjórnar 65 til 66 prósent bera fremur eða mjög lítið traust til hennar og þar af 54 til 55 prósent. 8. apríl 2016 11:45
Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00
Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00