Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2016 19:20 Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð í kosningum til skoska þingsins í gær en náði að halda í horfinu í almennum sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. Ótti við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafði afgerandi áhrif á úrslitin í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn er sigurvegari kosninganna til skoska þingsins, fékk 63 sæti af 129 sem dugar þó ekki til að halda hreinum meirihluta sem flokkurinn hafði á þinginu. Flokkurinn þarf því annað hvort að mynda minnihlutastjórn eða samsteypustjórn með öðrum flokki.Sjónarmið Verkamannaflokksins um sameinað Bretland varð undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Sjálfstæðis Skotlands í fyrra og nokkrum mánuðum síðar tapaði hann miklu fylgi í Skotlandi í kosningum til breska þingsins. Skotland hafði þar til þá verið helsta vígi Verkamannaflokksins í áratugi og þaðan komu bæði Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar flokksins. Úrslitin í kosningunum til skoska þingsins nú eru hins vegar niðurlægjandi fyrir Jeremy Corbyn, nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann nær ekki einu sinni að vera næst stærsti flokkurinn þar sem Íhaldsflokkurinn skýst upp fyrir hann en hann hefur aldrei átt góðu fylgi að fagna í Skotlandi. Corbyn getur þó glaðst yfir að flokkurinn hélt stöðu sinni í sveitarstjórnarkosningunum en vann þó enga sigra. „Í gærkvöldi var okkur spáð ósigri um allt Bretland og að við myndum tapa meirihluta í bæjarstjórnum. Það gerðist ekki. Við höldum stöðu okkar og jukum fylgi okkar á nokkrum stöðum og úrslit eiga enn eftir að koma fram á nokkrum stöðum í dag,“ sagði Corbyn vígreifur við stuðningsmenn flokksins. Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, bætir við sig nokkru fylgi í sveitarstjórnarkosningunum frá síðustu þingkosningum. En hann berst fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nigel Farage leiðtogi flokksins er ánægður með fylgisaukninguna. „Við erum að sjá að stærstur hluti fylgisaukningar okkar kemur frá fyrrverandi stuðningsfólki Verkamannaflokksins. Æ fleiri eldri kjósendur flokksins um allt land eru að koma til UKIP,“ segir Farage. Skoskir sjálfstæðissinnar óttast einmitt þetta. Þeir styðja almennt aðildina að Evrópusambandinu og Skoski þjóðarflokkurinn hefur heitið nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota ákveði Bretar að ganga úr sambandinu. „Ég er alger stuðningsmaður þess að Bretland verði áfram hluti af Evrópusambandinu. En ef Bretar greiða atkvæði með því að yfirgefa sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, vona ég að Skotland öðlist meira sjálfstæði. Ég barðist fyrir sjálfstæði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og ég vona að Skotar haldi aðildinni að Evrópusambandinu og hallist meira til vinstri sem þjóð,“ segir ung kona að nafni Agnes í Edinborg í Skotlandi. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð í kosningum til skoska þingsins í gær en náði að halda í horfinu í almennum sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. Ótti við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafði afgerandi áhrif á úrslitin í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn er sigurvegari kosninganna til skoska þingsins, fékk 63 sæti af 129 sem dugar þó ekki til að halda hreinum meirihluta sem flokkurinn hafði á þinginu. Flokkurinn þarf því annað hvort að mynda minnihlutastjórn eða samsteypustjórn með öðrum flokki.Sjónarmið Verkamannaflokksins um sameinað Bretland varð undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Sjálfstæðis Skotlands í fyrra og nokkrum mánuðum síðar tapaði hann miklu fylgi í Skotlandi í kosningum til breska þingsins. Skotland hafði þar til þá verið helsta vígi Verkamannaflokksins í áratugi og þaðan komu bæði Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar flokksins. Úrslitin í kosningunum til skoska þingsins nú eru hins vegar niðurlægjandi fyrir Jeremy Corbyn, nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann nær ekki einu sinni að vera næst stærsti flokkurinn þar sem Íhaldsflokkurinn skýst upp fyrir hann en hann hefur aldrei átt góðu fylgi að fagna í Skotlandi. Corbyn getur þó glaðst yfir að flokkurinn hélt stöðu sinni í sveitarstjórnarkosningunum en vann þó enga sigra. „Í gærkvöldi var okkur spáð ósigri um allt Bretland og að við myndum tapa meirihluta í bæjarstjórnum. Það gerðist ekki. Við höldum stöðu okkar og jukum fylgi okkar á nokkrum stöðum og úrslit eiga enn eftir að koma fram á nokkrum stöðum í dag,“ sagði Corbyn vígreifur við stuðningsmenn flokksins. Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, bætir við sig nokkru fylgi í sveitarstjórnarkosningunum frá síðustu þingkosningum. En hann berst fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nigel Farage leiðtogi flokksins er ánægður með fylgisaukninguna. „Við erum að sjá að stærstur hluti fylgisaukningar okkar kemur frá fyrrverandi stuðningsfólki Verkamannaflokksins. Æ fleiri eldri kjósendur flokksins um allt land eru að koma til UKIP,“ segir Farage. Skoskir sjálfstæðissinnar óttast einmitt þetta. Þeir styðja almennt aðildina að Evrópusambandinu og Skoski þjóðarflokkurinn hefur heitið nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota ákveði Bretar að ganga úr sambandinu. „Ég er alger stuðningsmaður þess að Bretland verði áfram hluti af Evrópusambandinu. En ef Bretar greiða atkvæði með því að yfirgefa sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, vona ég að Skotland öðlist meira sjálfstæði. Ég barðist fyrir sjálfstæði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og ég vona að Skotar haldi aðildinni að Evrópusambandinu og hallist meira til vinstri sem þjóð,“ segir ung kona að nafni Agnes í Edinborg í Skotlandi.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira