Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2016 19:20 Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð í kosningum til skoska þingsins í gær en náði að halda í horfinu í almennum sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. Ótti við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafði afgerandi áhrif á úrslitin í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn er sigurvegari kosninganna til skoska þingsins, fékk 63 sæti af 129 sem dugar þó ekki til að halda hreinum meirihluta sem flokkurinn hafði á þinginu. Flokkurinn þarf því annað hvort að mynda minnihlutastjórn eða samsteypustjórn með öðrum flokki.Sjónarmið Verkamannaflokksins um sameinað Bretland varð undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Sjálfstæðis Skotlands í fyrra og nokkrum mánuðum síðar tapaði hann miklu fylgi í Skotlandi í kosningum til breska þingsins. Skotland hafði þar til þá verið helsta vígi Verkamannaflokksins í áratugi og þaðan komu bæði Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar flokksins. Úrslitin í kosningunum til skoska þingsins nú eru hins vegar niðurlægjandi fyrir Jeremy Corbyn, nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann nær ekki einu sinni að vera næst stærsti flokkurinn þar sem Íhaldsflokkurinn skýst upp fyrir hann en hann hefur aldrei átt góðu fylgi að fagna í Skotlandi. Corbyn getur þó glaðst yfir að flokkurinn hélt stöðu sinni í sveitarstjórnarkosningunum en vann þó enga sigra. „Í gærkvöldi var okkur spáð ósigri um allt Bretland og að við myndum tapa meirihluta í bæjarstjórnum. Það gerðist ekki. Við höldum stöðu okkar og jukum fylgi okkar á nokkrum stöðum og úrslit eiga enn eftir að koma fram á nokkrum stöðum í dag,“ sagði Corbyn vígreifur við stuðningsmenn flokksins. Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, bætir við sig nokkru fylgi í sveitarstjórnarkosningunum frá síðustu þingkosningum. En hann berst fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nigel Farage leiðtogi flokksins er ánægður með fylgisaukninguna. „Við erum að sjá að stærstur hluti fylgisaukningar okkar kemur frá fyrrverandi stuðningsfólki Verkamannaflokksins. Æ fleiri eldri kjósendur flokksins um allt land eru að koma til UKIP,“ segir Farage. Skoskir sjálfstæðissinnar óttast einmitt þetta. Þeir styðja almennt aðildina að Evrópusambandinu og Skoski þjóðarflokkurinn hefur heitið nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota ákveði Bretar að ganga úr sambandinu. „Ég er alger stuðningsmaður þess að Bretland verði áfram hluti af Evrópusambandinu. En ef Bretar greiða atkvæði með því að yfirgefa sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, vona ég að Skotland öðlist meira sjálfstæði. Ég barðist fyrir sjálfstæði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og ég vona að Skotar haldi aðildinni að Evrópusambandinu og hallist meira til vinstri sem þjóð,“ segir ung kona að nafni Agnes í Edinborg í Skotlandi. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð í kosningum til skoska þingsins í gær en náði að halda í horfinu í almennum sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. Ótti við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafði afgerandi áhrif á úrslitin í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn er sigurvegari kosninganna til skoska þingsins, fékk 63 sæti af 129 sem dugar þó ekki til að halda hreinum meirihluta sem flokkurinn hafði á þinginu. Flokkurinn þarf því annað hvort að mynda minnihlutastjórn eða samsteypustjórn með öðrum flokki.Sjónarmið Verkamannaflokksins um sameinað Bretland varð undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Sjálfstæðis Skotlands í fyrra og nokkrum mánuðum síðar tapaði hann miklu fylgi í Skotlandi í kosningum til breska þingsins. Skotland hafði þar til þá verið helsta vígi Verkamannaflokksins í áratugi og þaðan komu bæði Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar flokksins. Úrslitin í kosningunum til skoska þingsins nú eru hins vegar niðurlægjandi fyrir Jeremy Corbyn, nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann nær ekki einu sinni að vera næst stærsti flokkurinn þar sem Íhaldsflokkurinn skýst upp fyrir hann en hann hefur aldrei átt góðu fylgi að fagna í Skotlandi. Corbyn getur þó glaðst yfir að flokkurinn hélt stöðu sinni í sveitarstjórnarkosningunum en vann þó enga sigra. „Í gærkvöldi var okkur spáð ósigri um allt Bretland og að við myndum tapa meirihluta í bæjarstjórnum. Það gerðist ekki. Við höldum stöðu okkar og jukum fylgi okkar á nokkrum stöðum og úrslit eiga enn eftir að koma fram á nokkrum stöðum í dag,“ sagði Corbyn vígreifur við stuðningsmenn flokksins. Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, bætir við sig nokkru fylgi í sveitarstjórnarkosningunum frá síðustu þingkosningum. En hann berst fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nigel Farage leiðtogi flokksins er ánægður með fylgisaukninguna. „Við erum að sjá að stærstur hluti fylgisaukningar okkar kemur frá fyrrverandi stuðningsfólki Verkamannaflokksins. Æ fleiri eldri kjósendur flokksins um allt land eru að koma til UKIP,“ segir Farage. Skoskir sjálfstæðissinnar óttast einmitt þetta. Þeir styðja almennt aðildina að Evrópusambandinu og Skoski þjóðarflokkurinn hefur heitið nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota ákveði Bretar að ganga úr sambandinu. „Ég er alger stuðningsmaður þess að Bretland verði áfram hluti af Evrópusambandinu. En ef Bretar greiða atkvæði með því að yfirgefa sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, vona ég að Skotland öðlist meira sjálfstæði. Ég barðist fyrir sjálfstæði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og ég vona að Skotar haldi aðildinni að Evrópusambandinu og hallist meira til vinstri sem þjóð,“ segir ung kona að nafni Agnes í Edinborg í Skotlandi.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira