Uppljóstrari Panama-skjalana: Reiðubúinn að aðstoða stjórnvöld við skattrannsóknir gegn friðhelgi Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. maí 2016 16:02 Búist er við enn fleiri uppljóstrunum úr gögnum Mossack Fonseca sem uppljóstrarinn lak til fjölmiðla. Vísir Uppljóstrarinn sem lak gögnum lögmannsstofunnar Mossack Fonseca til þýska blaðsins Suddeutsche Zeitung og alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna ICIJ, sem hafa verið kölluð Panama-skjölin, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann segist vera reiðubúinn til þess að leggja sitt af mörkum við að aðstoða skattayfirvöld þjóða heims við að vinna úr þeim upplýsingum sem þar er að finna svo fremi sem hann hljóti friðhelgi.Reykjavík Media birti fréttina kl. 15 í dag en bréfið birtist samtímis í fjölmiðlum um allan heim sem koma að rannsókn Panama-skjalana. Ritstjórn Suddeutsche Zeitung sem og talsmenn alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna hafa hingað til neitað að afhenda skjölin áfram en uppljóstrarinn segist vera reiðubúinn til þess grípi Evrópuráðið, breska og bandaríska þingið og aðrar þjóðir til aðgerða sem verndi uppljóstrara frá fangelsun eða annars konar réttindarskerðingu.Uppljóstrarar eigi skilið friðhelgi ríkisstjórnaUppljóstrarinn nefnir Edward Snowden, Bradley Birkenfeld og Antoine Deltour sem dæmi um uppljóstrara sem ríkisstjórnir hafa lagt líf í rúst eftir að þeir láku mikilvægum gögnum til fjölmiðla og almennings. Hann segir að uppljóstrarar sem fletti ofan af óumdeilanlegum misgjörðum eigi skilið friðhelgi frá refsingum ríkisstjórna. Uppljóstrarinn nýtur nafnleyndar og gefur út tilkynninguna undir nafninu John Doe.Mossack Fonseca braut vísvitandi lögUppljóstrarinn segir ráðandi stef í fjölmiðlaumfjöllun eftir að fyrstu greinunum var sleppt hafa verið umræða um hvað sé löglegt og leyfilegt í kapitalsíkum stjórnarkerfum. Hann biður þó fjölmiðla að gleyma því ekki að Mossack Fonseca hafi vísvitandi brotið fjölda laga um allan heim. Hann segist þess fullviss að verði stjórnvöldum afhent Panamagögnin muni það leiða að þúsunda málsókna og segist reiðubúinn til samstarfs við lögregluvöld eftir því sem hann geti. Panama-skjölin Tengdar fréttir Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06 Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45 Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Uppljóstrarinn sem lak gögnum lögmannsstofunnar Mossack Fonseca til þýska blaðsins Suddeutsche Zeitung og alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna ICIJ, sem hafa verið kölluð Panama-skjölin, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann segist vera reiðubúinn til þess að leggja sitt af mörkum við að aðstoða skattayfirvöld þjóða heims við að vinna úr þeim upplýsingum sem þar er að finna svo fremi sem hann hljóti friðhelgi.Reykjavík Media birti fréttina kl. 15 í dag en bréfið birtist samtímis í fjölmiðlum um allan heim sem koma að rannsókn Panama-skjalana. Ritstjórn Suddeutsche Zeitung sem og talsmenn alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna hafa hingað til neitað að afhenda skjölin áfram en uppljóstrarinn segist vera reiðubúinn til þess grípi Evrópuráðið, breska og bandaríska þingið og aðrar þjóðir til aðgerða sem verndi uppljóstrara frá fangelsun eða annars konar réttindarskerðingu.Uppljóstrarar eigi skilið friðhelgi ríkisstjórnaUppljóstrarinn nefnir Edward Snowden, Bradley Birkenfeld og Antoine Deltour sem dæmi um uppljóstrara sem ríkisstjórnir hafa lagt líf í rúst eftir að þeir láku mikilvægum gögnum til fjölmiðla og almennings. Hann segir að uppljóstrarar sem fletti ofan af óumdeilanlegum misgjörðum eigi skilið friðhelgi frá refsingum ríkisstjórna. Uppljóstrarinn nýtur nafnleyndar og gefur út tilkynninguna undir nafninu John Doe.Mossack Fonseca braut vísvitandi lögUppljóstrarinn segir ráðandi stef í fjölmiðlaumfjöllun eftir að fyrstu greinunum var sleppt hafa verið umræða um hvað sé löglegt og leyfilegt í kapitalsíkum stjórnarkerfum. Hann biður þó fjölmiðla að gleyma því ekki að Mossack Fonseca hafi vísvitandi brotið fjölda laga um allan heim. Hann segist þess fullviss að verði stjórnvöldum afhent Panamagögnin muni það leiða að þúsunda málsókna og segist reiðubúinn til samstarfs við lögregluvöld eftir því sem hann geti.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06 Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45 Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06
Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45
Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47