Ýjar að því að Rússar fremji stríðsglæpi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2016 07:00 Nauðsynjavörur ætlaðar borgurum lágu á víð og dreif í kjölfar árásarinnar. Nordicphotos/AFP „Þeir eru sekir um að lengja þetta stríð og gera það mun viðurstyggilegra og ég held að þegar komi að árásum á bílalestir góðgerðarsamtaka þurfi að rannsaka hvort þær árásir séu gerðar vitandi það að skotmarkið sé saklaust með öllu,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í viðtali við BBC í gær. Vísar Johnson þar til aðgerða Rússlandshers í Sýrlandi, nánar tiltekið við borgina Aleppo. Rússar eru sakaðir um að hafa gert árás á bílalest góðgerðarsamtaka, með nauðsynjavörur á borð við mat og lyf, sem ætluð var borgurum Aleppo. Átján vörubílar eyðilögðust í árásinni og fórust tuttugu. Rússar hafa hins vegar neitað ábyrgð á árásinni og sagt að annaðhvort hafi þarna verið að verki bandarískur dróni eða sýrlenskir uppreisnarmenn. „Við búum við þann veruleika að sprengjum er síendurtekið varpað á Aleppo á villimannslegan hátt,“ sagði Johnson einnig. Árásin var gerð síðastliðinn mánudag þegar bílalestin var um tuttugu kílómetra frá borginni. „Ef þeir sem réðust á bílalestina gerðu það, vitandi að hún væri frá góðgerðarsamtökum, væru þeir sekir um stríðsglæp. Það er alveg skýrt,“ sagði Stephen O’Brien, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, á mánudagskvöld.Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.Nordicphotos/AFPÞá hefur einn sendiherra Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, Staffan de Mistura, sagt að tvær rússneskar herþotur hafi ráðist á bílalestina. Hann sagði þó ekki vitað hvort ráðist hafi verið á hana af ásettu ráði. Johnson segir það hins vegar vel mögulegt. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri ekki bara að aðstoða Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, heldur tæki hann sjálfur virkan þátt í stríðinu. „Við þurfum að rannsaka hvort sjónum hafi verið beint að bílalestinni, vitandi að skotmarkið væri saklaust. Það væri stríðsglæpur,“ sagði Johnson. Þá fórust einnig sex börn í sprengjuárás ríkisstjórnarhersins í Aleppo í gær. Stjórnarherinn hefur barist við uppreisnarmenn, Kúrda og Íslamska ríkið nærri borginni frá árinu 2012. Kúrdar, uppreisnarmenn og stjórnarherinn hafa nú yfirráð víðs vegar um borgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að nauðsynlegt sé að refa þeim sem beri ábyrgð. 25. september 2016 16:46 Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Ban Ki-moon hefur áhyggjur af fregnum um notkun íkveikju- og klasasprengja. 25. september 2016 10:18 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
„Þeir eru sekir um að lengja þetta stríð og gera það mun viðurstyggilegra og ég held að þegar komi að árásum á bílalestir góðgerðarsamtaka þurfi að rannsaka hvort þær árásir séu gerðar vitandi það að skotmarkið sé saklaust með öllu,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í viðtali við BBC í gær. Vísar Johnson þar til aðgerða Rússlandshers í Sýrlandi, nánar tiltekið við borgina Aleppo. Rússar eru sakaðir um að hafa gert árás á bílalest góðgerðarsamtaka, með nauðsynjavörur á borð við mat og lyf, sem ætluð var borgurum Aleppo. Átján vörubílar eyðilögðust í árásinni og fórust tuttugu. Rússar hafa hins vegar neitað ábyrgð á árásinni og sagt að annaðhvort hafi þarna verið að verki bandarískur dróni eða sýrlenskir uppreisnarmenn. „Við búum við þann veruleika að sprengjum er síendurtekið varpað á Aleppo á villimannslegan hátt,“ sagði Johnson einnig. Árásin var gerð síðastliðinn mánudag þegar bílalestin var um tuttugu kílómetra frá borginni. „Ef þeir sem réðust á bílalestina gerðu það, vitandi að hún væri frá góðgerðarsamtökum, væru þeir sekir um stríðsglæp. Það er alveg skýrt,“ sagði Stephen O’Brien, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, á mánudagskvöld.Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.Nordicphotos/AFPÞá hefur einn sendiherra Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, Staffan de Mistura, sagt að tvær rússneskar herþotur hafi ráðist á bílalestina. Hann sagði þó ekki vitað hvort ráðist hafi verið á hana af ásettu ráði. Johnson segir það hins vegar vel mögulegt. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri ekki bara að aðstoða Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, heldur tæki hann sjálfur virkan þátt í stríðinu. „Við þurfum að rannsaka hvort sjónum hafi verið beint að bílalestinni, vitandi að skotmarkið væri saklaust. Það væri stríðsglæpur,“ sagði Johnson. Þá fórust einnig sex börn í sprengjuárás ríkisstjórnarhersins í Aleppo í gær. Stjórnarherinn hefur barist við uppreisnarmenn, Kúrda og Íslamska ríkið nærri borginni frá árinu 2012. Kúrdar, uppreisnarmenn og stjórnarherinn hafa nú yfirráð víðs vegar um borgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að nauðsynlegt sé að refa þeim sem beri ábyrgð. 25. september 2016 16:46 Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Ban Ki-moon hefur áhyggjur af fregnum um notkun íkveikju- og klasasprengja. 25. september 2016 10:18 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að nauðsynlegt sé að refa þeim sem beri ábyrgð. 25. september 2016 16:46
Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Ban Ki-moon hefur áhyggjur af fregnum um notkun íkveikju- og klasasprengja. 25. september 2016 10:18