Benedikt Sveinsson: „Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. maí 2016 18:51 Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að félag sitt sem skráð er á Tortóla hafi verið stofnað og skráð þar að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Það hafi verið stofnað í tengslum við kaup á húsi hans og Guðríðar Jónsdóttur, eiginkonu hans, í Flórídafylki í Bandaríkjunum. „Árið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu,“ segir Benedikt í yfirlýsingu sem send var fréttastofu á sjötta tímanum í dag. ?Sjá einnig: Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Stundin fjallaði um málið í dag. Þar kemur fram að Benedikt hafi stofnað félagið Greenlight Holding Luxembourg árið 2000 og að lögmannsstofan Mossack Fonseca hafi séð um umsýslu þess. Félagið var skráð úr fyrirtækjaskrá Tortólu árið 2010 eða um það leyti er lög tóku gildi hér á landi sem gerðu eigendur aflandsfélaga skattskylda vegna tekna á erlendri grundu. Benedikt og Guðríður Jónsdóttir kona hans sátu í stjórn félagsins og höfðu prókúru fyrir það. Starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg sáu um að stofna félagið og færðu það síðan yfir á hjónin. Benedikt hafnar því að hafa átt fé á aflandseyjum. Hann segir að unnið sé að því að færa eignarhald á húsinu hingað til lands. „Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum.“ Yfirlýsing Benedikts í heild sinni:Að gefnu tilefniÁrið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu. Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum. Benedikt Sveinsson Tengdar fréttir Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45 Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“ Nefnir kvikmyndaiðnaðinn sérstaklega. 19. apríl 2016 16:03 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Sjá meira
Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að félag sitt sem skráð er á Tortóla hafi verið stofnað og skráð þar að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Það hafi verið stofnað í tengslum við kaup á húsi hans og Guðríðar Jónsdóttur, eiginkonu hans, í Flórídafylki í Bandaríkjunum. „Árið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu,“ segir Benedikt í yfirlýsingu sem send var fréttastofu á sjötta tímanum í dag. ?Sjá einnig: Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Stundin fjallaði um málið í dag. Þar kemur fram að Benedikt hafi stofnað félagið Greenlight Holding Luxembourg árið 2000 og að lögmannsstofan Mossack Fonseca hafi séð um umsýslu þess. Félagið var skráð úr fyrirtækjaskrá Tortólu árið 2010 eða um það leyti er lög tóku gildi hér á landi sem gerðu eigendur aflandsfélaga skattskylda vegna tekna á erlendri grundu. Benedikt og Guðríður Jónsdóttir kona hans sátu í stjórn félagsins og höfðu prókúru fyrir það. Starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg sáu um að stofna félagið og færðu það síðan yfir á hjónin. Benedikt hafnar því að hafa átt fé á aflandseyjum. Hann segir að unnið sé að því að færa eignarhald á húsinu hingað til lands. „Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum.“ Yfirlýsing Benedikts í heild sinni:Að gefnu tilefniÁrið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu. Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur. Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér. Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum. Benedikt Sveinsson
Tengdar fréttir Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45 Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“ Nefnir kvikmyndaiðnaðinn sérstaklega. 19. apríl 2016 16:03 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Sjá meira
Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla Félagið Greenlight Holdind var stofnað um aldamótin. 5. maí 2016 09:45
Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“ Nefnir kvikmyndaiðnaðinn sérstaklega. 19. apríl 2016 16:03