Trump er einn eftir Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. maí 2016 07:00 Donald Trump sigurviss að loknum forkosningum í Indiana á þriðjudag. Nordicphotos/AFP Repúblikanar sitja væntanlega uppi með Donald Trump sem forsetaframbjóðanda sinn í haust, mörgum helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður fyrir Demókrataflokkinn, segir Trump hafa meira fylgi í Ku Klux Klan samtökunum heldur en í valdakjarna Repúblikanaflokksins. Hún segir hann hafa náð þessum árangri með því að básúna kynþáttahatur, kvenhatur og útlendingahræðslu. Fyrirfram þóttu almennt litlar líkur á því að Trump myndi sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins, en nú þegar mótherjarnir Ted Cruz og John Kasich hafa báðir dregið sig í hlé getur fátt stöðvað Trump. Cruz var búinn að tryggja sér 565 fulltrúa á landsþingi flokksins í júli, Kasich var kominn með 153 og Marco Rubio með 173. Fastlega má búast við að einhverjir þeirra greiði Trump atkvæði sitt. Trump er hins vegar kominn með 1.047 og þarf ekki nema 230 til viðbótar. Honum er svo spáð góðum sigri í Kaliforníu og New Jersey að það eitt ætti að tryggja honum sigurinn. „Maðurinn er algerlega siðlaus,” sagði Cruz á þriðjudaginn, þegar kosið var í Indiana, og líkti Trump við óþokkann Biff Tannen úr bíómyndunum Aftur til framtíðar. Þegar úrslitin lágu fyrir um kvöldið sagðist Cruz draga sig í hlé og í gær gerði John Kasich hið sama. Sjálfur er Cruz reyndar sagður vera harla vafasamur persónuleiki, og Trump tók óspart þátt í þeirri gagnrýni: „Hann er andstyggilegur náungi,“ sagði Trump um Cruz áður en forkosningar flokkanna hófust. „Engum líkar við hann.” Í Demókrataflokknum þykir Hillary Clinton nánast örugg með útnefningu, þótt Bernie Sanders hafi unnið óvæntan sigur í Indiana. „Ég veit að öll gáfnaljósin héldu að við ættum að tapa, en það er greinilega ekki sú niðurstaða sem íbúarnir í Indiana komust að,“ sagði Sanders þegar ljóst var að hann hafði sigrað Clinton með miklum yfirburðum á þriðjudaginn. „Mér skilst að Clinton haldi að baráttunni sé lokið, en ég er með slæmar fréttir handa henni,“ sagði hann og er staðráðinn í að halda ótrauður áfram.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Repúblikanar sitja væntanlega uppi með Donald Trump sem forsetaframbjóðanda sinn í haust, mörgum helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður fyrir Demókrataflokkinn, segir Trump hafa meira fylgi í Ku Klux Klan samtökunum heldur en í valdakjarna Repúblikanaflokksins. Hún segir hann hafa náð þessum árangri með því að básúna kynþáttahatur, kvenhatur og útlendingahræðslu. Fyrirfram þóttu almennt litlar líkur á því að Trump myndi sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins, en nú þegar mótherjarnir Ted Cruz og John Kasich hafa báðir dregið sig í hlé getur fátt stöðvað Trump. Cruz var búinn að tryggja sér 565 fulltrúa á landsþingi flokksins í júli, Kasich var kominn með 153 og Marco Rubio með 173. Fastlega má búast við að einhverjir þeirra greiði Trump atkvæði sitt. Trump er hins vegar kominn með 1.047 og þarf ekki nema 230 til viðbótar. Honum er svo spáð góðum sigri í Kaliforníu og New Jersey að það eitt ætti að tryggja honum sigurinn. „Maðurinn er algerlega siðlaus,” sagði Cruz á þriðjudaginn, þegar kosið var í Indiana, og líkti Trump við óþokkann Biff Tannen úr bíómyndunum Aftur til framtíðar. Þegar úrslitin lágu fyrir um kvöldið sagðist Cruz draga sig í hlé og í gær gerði John Kasich hið sama. Sjálfur er Cruz reyndar sagður vera harla vafasamur persónuleiki, og Trump tók óspart þátt í þeirri gagnrýni: „Hann er andstyggilegur náungi,“ sagði Trump um Cruz áður en forkosningar flokkanna hófust. „Engum líkar við hann.” Í Demókrataflokknum þykir Hillary Clinton nánast örugg með útnefningu, þótt Bernie Sanders hafi unnið óvæntan sigur í Indiana. „Ég veit að öll gáfnaljósin héldu að við ættum að tapa, en það er greinilega ekki sú niðurstaða sem íbúarnir í Indiana komust að,“ sagði Sanders þegar ljóst var að hann hafði sigrað Clinton með miklum yfirburðum á þriðjudaginn. „Mér skilst að Clinton haldi að baráttunni sé lokið, en ég er með slæmar fréttir handa henni,“ sagði hann og er staðráðinn í að halda ótrauður áfram.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira