Formaður SUS og leikhúsgagnrýnandi takast á um listamannalaun Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. janúar 2016 10:30 Sigríður Jónsdóttir og Laufey Rún Ketilsdóttir Undanfarið hefur mikið verið rætt um listamannalaun og sitt sýnist hverjum. Flest getum við verið sammála um að menning sé öllum þjóðum mikilvæg. Fréttablaðið fékk tvo álitsgjafa úr sitthvorri áttinni - Sigríði Jónsdóttur, leikhúsgagnrýnanda og Laufeyju Rún Ketilsdóttur, formann SUS til að reifa kosti og ókosti úthlutunar listamannalauna. Sjá einnig: ListamannalaunaveikinSigríður Jónsdóttir, leikhúsgagnrýnandiVísir/AntonÞessari endalausu aðför að menningunni verður að linna Hvað finnst þér um listamannalaun? „Ég styð þau heilshugar. Við búum í landi þar sem landbúnaður, íþróttastarfsemi og ferðaiðnaður eru ríkisstyrkt, af hverju í ósköpunum ættu listir að falla í annan og verri flokk? Launin gera listafólki kleift að skapa sína list í friði, af natni og einbeitingu. Magn er ekki sama og gæði. Að auki hvetur þetta íslenskt listafólk til að vinna fyrir íslenskan markað með erlendan markað sem aukavettvang frekar en öfugt.“Hversu mikilvægt er að halda uppi öflugu menningarlífi hér á landi? „Það er ómælanlega mikilvægt. List og menningu er ekki hægt að verðmerkja, þetta eru ómetanleg verðmæti. Aftur á móti kostar sú vinna sem liggur að baki tíma og peninga. Svo virðist vera að sumir haldi að listin spretti fram fullsköpuð án vinnu og að þeir sem stunda listsköpun séu einhvers konar afætur. Þetta er firra. Listafólk býr til list í þeirri von að gefa af sér og gefa samfélaginu nýja sýn. Íslendingar eru þjóða duglegastir að mæta á menningarviðburði, aðsókn í leikhús sýnir það og sannar. Tölur Hagstofu Íslands benda til þess. Sýningargestir í leikhúsunum voru 271.046 og sýningargestir atvinnuleikhópa 73.732 árið 2013/2014. Listamannalaun eru ekki einungis mikilvæg listafólki heldur þjóðinni.“Heldurðu að menningarlífi á Íslandi væri betur borgið með eða án listamannalauna? „Allar rannsóknir sýna að fjárfesting í skapandi greinum, sérstaklega í formi opinberra styrkja, skilar sér margfalt til baka. Í skýrslu sem kom út 2011 að nafninu Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina var sýnt fram á að árið 2009 veltu skapandi greinar hér á landi 189 milljörðum, þar var hlutur hins opinbera 12,5% af heildarveltu greinanna. Þessari endalausu aðför að menningunni verður að linna og þessu árlega gali líka. Það má einmitt alltaf treysta á SUS til að sjá ekki fjárhagslegan ábata af augljóslega góðri fjárfestingu heldur vilja þau leggja þessar arðbæru stofnanir niður. Allt í nafni nýfrjálshyggjunnar. Þau skortir listræna sýn og vilja til frumsköpunar. Þessi árlega sýning er bara innantómar eftirhermur að erlendri fyrirmynd og þreytt endurtekning.“Hverjir eru kostir eða ókostir þess að listamannalaun verði áfram í óbreyttri mynd? „Ef eitthvað er þá ætti hreinlega að hækka úthlutunarupphæðina, fjölga mánaðarlaununum og gefa ungu listafólki fleiri tækifæri. Kosturinn við að hver nefnd sitji þrjú ár í senn er sá að þá hefur nefndarfólkið betri yfirsýn yfir veitta styrki. Styttri setutími er ekki endilega kostur og aðrar örar breytingar verður að hugsa í þaula. Það er erfitt að ræða efnislega um hverja úthlutunarnefnd fyrir sig en það er gríðarlega mikilvægt að þær séu sjálfstæðar og óháðar. Slíkt ber stjórninni að gæta.“Hvernig finnst þér fyrirkomulagið um úthlutun þessara launa? Myndirðu vilja breyta fyrirkomulaginu? „Eins og með allar opinberar stofnanir geta nefndirnar ekki verið yfir gagnrýni hafnar. Einnig ber þeim skylda til að vera gegnsæjar. Umræðan er eðlileg en fer alltof oft á persónulegt og ófaglegt plan. Slíkt er ekki neinum til gagns. Launþegar skila framvinduskýrslu um sína vinnu sem er forsenda fyrir að önnur umsókn sé yfirhöfuð samþykkt. Umsóknir eru alltaf metnar á fyrri vinnu og skilum. Að auki má upphugsa leiðir til að einfalda launa- og styrkjakerfið.“Hvað með heiðurslaun listamanna? „Ég tel eðlilegt að listafólki sé umbunað fyrir vel unnin störf, einstaklingar sem hafa unnið afskaplega gott starf í áratugi þá sérstaklega. Heiðurslaunin eru einmitt það, til að heiðra framúrskarandi og vonandi áframhaldandi vinnu. Einnig eru heiðurslaunin líka til þess gerð að veita þessu fólki atvinnuöryggi á efri árunum, jafnvel í fyrsta sinn. Slíkt ber að virða og fagna.“ Sjá einnig: Væri þjóðin ekki fátækari í anda ef við hefðum ekki listamannalaun?Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUSVísir/Anton Réttast væri að launin hétu „laun fyrir útvalda“Hvað finnst þér um listamannalaun? „Ég er á því að sem flestir listamenn eigi að fá að njóta launa sinna. Það hefur reynst mörgum erfitt þar sem ríkið tekur af þeim launin að hluta og deilir út til sérvalinna listamanna undir yfirskyni „listamannalauna“. Réttast væri að launin hétu „laun fyrir útvalda“ sem gæfi réttari mynd af framkvæmdinni. Almennir listamenn hafa m.a. þurft að keppa í útgáfu við ríkisstyrkta listamenn sem getur verið erfitt. Einn er með ríkispeninga en hinn ekki. Réttast væri að allir listamenn væru jafnir og hefðu jöfn tækifæri. Þannig uppskera þeir sem sá en ekki þeir sem fá náð fyrir opinberri nefnd.“Finnst þér mikilvægt að halda uppi öflugu menningarlífi hér á landi? „Öflugt menningarlíf er mikilvægt og hefur einkennt samfélög manna frá upphafi. Listin rammar inn samfélagið, segir söguna, þróar tilfinningar og gefur af sér gleði og sorg. Það er leitun að þeim sem ekki dáist að list. En það sem gleymist oft í umræðu um menningarlíf er að það eru einstaklingarnir sem ættu að móta menninguna með sköpun sinni, þátttöku og skoðunum en ekki opinberar skömmtunarnefndir. Menningin er fólksins ekki ríkisins.“Heldurðu að menningarlífi á Íslandi væri betur borgið með eða án listamannalauna? „Menningin væri betur sett án launa fyrir útvalda listamenn. Listin er oft á skjön við almenningsálitið, venjur, tísku og strauma. Þeir sem ögra vekja athygli og breyta viðhorfum. Þeir eru oft óvinsælir, taldir hæfileikalausir og jafnvel fordæmdir. Sagan horfir svo um öxl og skiptir um skoðun. Um leið og listamaður fer að hegða sér með úthlutunarnefndina í huga er hætt við því að hann hætti að ögra og fara eigin leiðir. Hann reynir mögulega að höfða til nefndarinnar í stað fólksins eða sjálfs sín. Hann fer sér hægt í því að segja skoðanir sínar og gætir þess að stíga ekki á tær í samböndum og nefndum sem koma að úthlutuninni. Hann skoðar hverjir hafa fengið styrki í fortíð og hvað þeir hafa gert. Það er í það minnsta veruleg hætta á því að laun fyrir útvalda listamenn hafi neikvæð áhrif á listina. Það er hætt við því að þau slökkvi neistann.“Sjá einnig: Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leiðHverjir eru kostir eða ókostir þess að listamannalaun verði áfram í óbreyttri mynd? „Það er erfitt að sjá kosti þess að halda áfram að handvelja útvalda listamenn sem fái opinbera framfærslu á meðan allir aðrir listamenn þurfa að standa á eigin fótum. Listsköpun felur í sér mikla vinnu og ætti að fagna öllum þeim sem helga sig listinni að hluta eða öllu leyti. Enginn ætti að vera á opinberri framfærslu.“Hvernig finnst þér fyrirkomulagið um úthlutun þessara launa? Myndirðu vilja breyta fyrirkomulaginu? „Það er ógerlegt að lagfæra slæma hugmynd með nýrri aðferð. Best er að leggja opinberu framfærsluna af svo að allir listamenn haldi meiru af launum sínum. Embættismennirnir sem úthluta opinberu fé til sérvalinna listamanna láta oft sem svo að „faglegt mat“ hafi ráðið því hverjir fengu framfærslu það árið. Það eru nöturleg skilaboð til allra þeirra sem sækja um ár eftir ár. Hvaða fag er það sem segir til um hver sé betri listamaður en annar? Er listrænt mat ekki alltaf huglægt? Engin ein afstaða til listarinnar er algild og þá síður afstaða hins opinbera.“Hvað með heiðurslaun listamanna? „Sýndur heiður og opinber framfærsla hafa ekki fylgst að nema í tilviki „heiðurslauna listamanna“. Hvers vegna þurfa þeir sem eru heiðraðir fyrir listsköpun sína að fara í kjölfarið á opinbera framfærslu? Væri ekki nær að heiðurinn felist í viðurkenningu og þakklæti fremur en loforði um að skattstjóri muni nú færa fé frá listamönnum til þeirra sem nú eru heiðraðir? Af heiðri kemur sæmdin og verður hver að svara því fyrir sig hvort opinber framfærsla eigi heima meðal þeirra hugtaka.“ Listamannalaun Tengdar fréttir Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03 Einar Mikael töframaður hjólar í listamannalaunin: Hvetur til sniðgöngu á verkum þeirra rithöfunda sem mest hafa fengið Einar Mikael töframaður gagnrýnir afköst þeirra rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum og vill að landsmenn sniðgangi verk þeirra þangað til þeir afþakki launin. 16. janúar 2016 14:00 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið rætt um listamannalaun og sitt sýnist hverjum. Flest getum við verið sammála um að menning sé öllum þjóðum mikilvæg. Fréttablaðið fékk tvo álitsgjafa úr sitthvorri áttinni - Sigríði Jónsdóttur, leikhúsgagnrýnanda og Laufeyju Rún Ketilsdóttur, formann SUS til að reifa kosti og ókosti úthlutunar listamannalauna. Sjá einnig: ListamannalaunaveikinSigríður Jónsdóttir, leikhúsgagnrýnandiVísir/AntonÞessari endalausu aðför að menningunni verður að linna Hvað finnst þér um listamannalaun? „Ég styð þau heilshugar. Við búum í landi þar sem landbúnaður, íþróttastarfsemi og ferðaiðnaður eru ríkisstyrkt, af hverju í ósköpunum ættu listir að falla í annan og verri flokk? Launin gera listafólki kleift að skapa sína list í friði, af natni og einbeitingu. Magn er ekki sama og gæði. Að auki hvetur þetta íslenskt listafólk til að vinna fyrir íslenskan markað með erlendan markað sem aukavettvang frekar en öfugt.“Hversu mikilvægt er að halda uppi öflugu menningarlífi hér á landi? „Það er ómælanlega mikilvægt. List og menningu er ekki hægt að verðmerkja, þetta eru ómetanleg verðmæti. Aftur á móti kostar sú vinna sem liggur að baki tíma og peninga. Svo virðist vera að sumir haldi að listin spretti fram fullsköpuð án vinnu og að þeir sem stunda listsköpun séu einhvers konar afætur. Þetta er firra. Listafólk býr til list í þeirri von að gefa af sér og gefa samfélaginu nýja sýn. Íslendingar eru þjóða duglegastir að mæta á menningarviðburði, aðsókn í leikhús sýnir það og sannar. Tölur Hagstofu Íslands benda til þess. Sýningargestir í leikhúsunum voru 271.046 og sýningargestir atvinnuleikhópa 73.732 árið 2013/2014. Listamannalaun eru ekki einungis mikilvæg listafólki heldur þjóðinni.“Heldurðu að menningarlífi á Íslandi væri betur borgið með eða án listamannalauna? „Allar rannsóknir sýna að fjárfesting í skapandi greinum, sérstaklega í formi opinberra styrkja, skilar sér margfalt til baka. Í skýrslu sem kom út 2011 að nafninu Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina var sýnt fram á að árið 2009 veltu skapandi greinar hér á landi 189 milljörðum, þar var hlutur hins opinbera 12,5% af heildarveltu greinanna. Þessari endalausu aðför að menningunni verður að linna og þessu árlega gali líka. Það má einmitt alltaf treysta á SUS til að sjá ekki fjárhagslegan ábata af augljóslega góðri fjárfestingu heldur vilja þau leggja þessar arðbæru stofnanir niður. Allt í nafni nýfrjálshyggjunnar. Þau skortir listræna sýn og vilja til frumsköpunar. Þessi árlega sýning er bara innantómar eftirhermur að erlendri fyrirmynd og þreytt endurtekning.“Hverjir eru kostir eða ókostir þess að listamannalaun verði áfram í óbreyttri mynd? „Ef eitthvað er þá ætti hreinlega að hækka úthlutunarupphæðina, fjölga mánaðarlaununum og gefa ungu listafólki fleiri tækifæri. Kosturinn við að hver nefnd sitji þrjú ár í senn er sá að þá hefur nefndarfólkið betri yfirsýn yfir veitta styrki. Styttri setutími er ekki endilega kostur og aðrar örar breytingar verður að hugsa í þaula. Það er erfitt að ræða efnislega um hverja úthlutunarnefnd fyrir sig en það er gríðarlega mikilvægt að þær séu sjálfstæðar og óháðar. Slíkt ber stjórninni að gæta.“Hvernig finnst þér fyrirkomulagið um úthlutun þessara launa? Myndirðu vilja breyta fyrirkomulaginu? „Eins og með allar opinberar stofnanir geta nefndirnar ekki verið yfir gagnrýni hafnar. Einnig ber þeim skylda til að vera gegnsæjar. Umræðan er eðlileg en fer alltof oft á persónulegt og ófaglegt plan. Slíkt er ekki neinum til gagns. Launþegar skila framvinduskýrslu um sína vinnu sem er forsenda fyrir að önnur umsókn sé yfirhöfuð samþykkt. Umsóknir eru alltaf metnar á fyrri vinnu og skilum. Að auki má upphugsa leiðir til að einfalda launa- og styrkjakerfið.“Hvað með heiðurslaun listamanna? „Ég tel eðlilegt að listafólki sé umbunað fyrir vel unnin störf, einstaklingar sem hafa unnið afskaplega gott starf í áratugi þá sérstaklega. Heiðurslaunin eru einmitt það, til að heiðra framúrskarandi og vonandi áframhaldandi vinnu. Einnig eru heiðurslaunin líka til þess gerð að veita þessu fólki atvinnuöryggi á efri árunum, jafnvel í fyrsta sinn. Slíkt ber að virða og fagna.“ Sjá einnig: Væri þjóðin ekki fátækari í anda ef við hefðum ekki listamannalaun?Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUSVísir/Anton Réttast væri að launin hétu „laun fyrir útvalda“Hvað finnst þér um listamannalaun? „Ég er á því að sem flestir listamenn eigi að fá að njóta launa sinna. Það hefur reynst mörgum erfitt þar sem ríkið tekur af þeim launin að hluta og deilir út til sérvalinna listamanna undir yfirskyni „listamannalauna“. Réttast væri að launin hétu „laun fyrir útvalda“ sem gæfi réttari mynd af framkvæmdinni. Almennir listamenn hafa m.a. þurft að keppa í útgáfu við ríkisstyrkta listamenn sem getur verið erfitt. Einn er með ríkispeninga en hinn ekki. Réttast væri að allir listamenn væru jafnir og hefðu jöfn tækifæri. Þannig uppskera þeir sem sá en ekki þeir sem fá náð fyrir opinberri nefnd.“Finnst þér mikilvægt að halda uppi öflugu menningarlífi hér á landi? „Öflugt menningarlíf er mikilvægt og hefur einkennt samfélög manna frá upphafi. Listin rammar inn samfélagið, segir söguna, þróar tilfinningar og gefur af sér gleði og sorg. Það er leitun að þeim sem ekki dáist að list. En það sem gleymist oft í umræðu um menningarlíf er að það eru einstaklingarnir sem ættu að móta menninguna með sköpun sinni, þátttöku og skoðunum en ekki opinberar skömmtunarnefndir. Menningin er fólksins ekki ríkisins.“Heldurðu að menningarlífi á Íslandi væri betur borgið með eða án listamannalauna? „Menningin væri betur sett án launa fyrir útvalda listamenn. Listin er oft á skjön við almenningsálitið, venjur, tísku og strauma. Þeir sem ögra vekja athygli og breyta viðhorfum. Þeir eru oft óvinsælir, taldir hæfileikalausir og jafnvel fordæmdir. Sagan horfir svo um öxl og skiptir um skoðun. Um leið og listamaður fer að hegða sér með úthlutunarnefndina í huga er hætt við því að hann hætti að ögra og fara eigin leiðir. Hann reynir mögulega að höfða til nefndarinnar í stað fólksins eða sjálfs sín. Hann fer sér hægt í því að segja skoðanir sínar og gætir þess að stíga ekki á tær í samböndum og nefndum sem koma að úthlutuninni. Hann skoðar hverjir hafa fengið styrki í fortíð og hvað þeir hafa gert. Það er í það minnsta veruleg hætta á því að laun fyrir útvalda listamenn hafi neikvæð áhrif á listina. Það er hætt við því að þau slökkvi neistann.“Sjá einnig: Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leiðHverjir eru kostir eða ókostir þess að listamannalaun verði áfram í óbreyttri mynd? „Það er erfitt að sjá kosti þess að halda áfram að handvelja útvalda listamenn sem fái opinbera framfærslu á meðan allir aðrir listamenn þurfa að standa á eigin fótum. Listsköpun felur í sér mikla vinnu og ætti að fagna öllum þeim sem helga sig listinni að hluta eða öllu leyti. Enginn ætti að vera á opinberri framfærslu.“Hvernig finnst þér fyrirkomulagið um úthlutun þessara launa? Myndirðu vilja breyta fyrirkomulaginu? „Það er ógerlegt að lagfæra slæma hugmynd með nýrri aðferð. Best er að leggja opinberu framfærsluna af svo að allir listamenn haldi meiru af launum sínum. Embættismennirnir sem úthluta opinberu fé til sérvalinna listamanna láta oft sem svo að „faglegt mat“ hafi ráðið því hverjir fengu framfærslu það árið. Það eru nöturleg skilaboð til allra þeirra sem sækja um ár eftir ár. Hvaða fag er það sem segir til um hver sé betri listamaður en annar? Er listrænt mat ekki alltaf huglægt? Engin ein afstaða til listarinnar er algild og þá síður afstaða hins opinbera.“Hvað með heiðurslaun listamanna? „Sýndur heiður og opinber framfærsla hafa ekki fylgst að nema í tilviki „heiðurslauna listamanna“. Hvers vegna þurfa þeir sem eru heiðraðir fyrir listsköpun sína að fara í kjölfarið á opinbera framfærslu? Væri ekki nær að heiðurinn felist í viðurkenningu og þakklæti fremur en loforði um að skattstjóri muni nú færa fé frá listamönnum til þeirra sem nú eru heiðraðir? Af heiðri kemur sæmdin og verður hver að svara því fyrir sig hvort opinber framfærsla eigi heima meðal þeirra hugtaka.“
Listamannalaun Tengdar fréttir Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03 Einar Mikael töframaður hjólar í listamannalaunin: Hvetur til sniðgöngu á verkum þeirra rithöfunda sem mest hafa fengið Einar Mikael töframaður gagnrýnir afköst þeirra rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum og vill að landsmenn sniðgangi verk þeirra þangað til þeir afþakki launin. 16. janúar 2016 14:00 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03
Einar Mikael töframaður hjólar í listamannalaunin: Hvetur til sniðgöngu á verkum þeirra rithöfunda sem mest hafa fengið Einar Mikael töframaður gagnrýnir afköst þeirra rithöfunda sem hann nefnir áskrifendur að listamannalaunum og vill að landsmenn sniðgangi verk þeirra þangað til þeir afþakki launin. 16. janúar 2016 14:00
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11