Erlent

Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Pútín sagði að Rússar yrðu að vita hverjir standa að baki ódæðisverkinu.
Pútín sagði að Rússar yrðu að vita hverjir standa að baki ódæðisverkinu. Vísir/EPA
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur tjáð sig opinberlega um morðið á Andrey Karlov, sendiherra Rússa í Tyrklandi. Independent greinir frá þessu.

Sjá einnig: Rússneski sendiherrann er látinn

Pútín sagði að morð Karlovs hafi verið „sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands.“ Hann sagðist jafnframt telja að morðið væri ekki til þess fallið að greiða leið Sýrlands í átt að friði.

Pútín staðfesti að rannsóknarlögreglan í Rússlandi hafi nú þegar hafið rannsókn á málinu. „Rússar vilja vita hver stýrði höndum árásarmannsins,“ sagði Pútín. Enn sem komið er hafa engin hryðjuverkasamtök lýst yfir ábyrgð á ódæðinu.

Andrey Karlov var skotinn í bakið í Ankara, höfuðborg Tyrklands, meðan hann flutti ræðu við opnun ljósmyndasýningar.

Árásarmaðurinn hét Mevlüt Mert Altıntaş  og var tyrkneskur óeirðarlögregluþjónn. Hann var skotinn til bana af lögreglu eftir árásina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×