Valdís svaf illa vegna láta í næturklúbbi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2016 06:30 Valdís Þóra hefur leikið stöðugt golf í Marokkó. fréttablaðið/daníel Þó að Valdís Þóra Jónsdóttir hafi fengið frekar lítinn svefn fyrir annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó þá spilaði hún mjög vel í gær. Hún kom í hús á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún fór fyrsta hringinn á pari og er því á einum undir samtals. Hún situr þar með í 21.-30. sæti fyrir þriðja hringinn. 30 efstu kylfingarnir á úrtökumótinu fá keppnisrétt á LET-Evrópumótaröðinni en alls verða leiknir fimm hringir. „Hún ætlaði að æfa sig aðeins eftir hringinn. Fara í mat og svo að leggja sig enda svaf hún lítið í nótt,“ segir þjálfari Valdísar, Hlynur Geir Hjartarson, en hann var þá nýbúinn að heyra í Skagakonunni. „Það er næturklúbbur við hliðina á hótelinu hennar og þar var mikið stuð í gær. Svo mikið að það truflaði svefn hennar og eflaust hjá einhverjum fleirum líka. Þeim látum er nú vonandi lokið núna.“ Valdís Þóra tók ákvörðun fyrir mótið að gefa ekki nein viðtöl meðan á mótinu stæði og hún hefur einnig ákveðið að halda sig fjarri samfélagsmiðlum meðan á mótinu stendur. Það hefur truflað hana áður og samfélagsmiðlarnir trufluðu líka Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er hún var að keppa í Asíu. Hún lokaði svo á þá fyrir sitt lokaúrtökumót í Bandaríkjunum og þar sló hún í gegn. Vonandi gengur það líka fyrir Valdísi. „Hún er að spila á tveimur völlum þarna úti í Marokkó og var svo heppin að fá kylfusvein sem er klúbbmeistari þarna. Hann þekkir því völlinn eins og lófann á sér. Veit nákvæmlega hvar er best að lenda og hvernig flatirnar liggja. Hún var því heppin með það,“ segir Hlynur Geir en kylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson þekkir heimamanninn og náði að koma á tengslum milli hans og Valdísar. Svona á að nýta samböndin. „Þetta er langt og krefjandi mót en Valdísi líður mjög vel og er að slá afar vel. Hún hefði auðvitað viljað sjá aðeins fleiri pútt detta niður núna en spilamennskan er flott. Þegar fleiri pútt detta þá kemur betra skor. Þetta er á uppleið hjá henni og ég hef fulla trú á því að hún haldi áfram á þessari braut. Það eru spennandi dagar fram undan.“ Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Þó að Valdís Þóra Jónsdóttir hafi fengið frekar lítinn svefn fyrir annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó þá spilaði hún mjög vel í gær. Hún kom í hús á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún fór fyrsta hringinn á pari og er því á einum undir samtals. Hún situr þar með í 21.-30. sæti fyrir þriðja hringinn. 30 efstu kylfingarnir á úrtökumótinu fá keppnisrétt á LET-Evrópumótaröðinni en alls verða leiknir fimm hringir. „Hún ætlaði að æfa sig aðeins eftir hringinn. Fara í mat og svo að leggja sig enda svaf hún lítið í nótt,“ segir þjálfari Valdísar, Hlynur Geir Hjartarson, en hann var þá nýbúinn að heyra í Skagakonunni. „Það er næturklúbbur við hliðina á hótelinu hennar og þar var mikið stuð í gær. Svo mikið að það truflaði svefn hennar og eflaust hjá einhverjum fleirum líka. Þeim látum er nú vonandi lokið núna.“ Valdís Þóra tók ákvörðun fyrir mótið að gefa ekki nein viðtöl meðan á mótinu stæði og hún hefur einnig ákveðið að halda sig fjarri samfélagsmiðlum meðan á mótinu stendur. Það hefur truflað hana áður og samfélagsmiðlarnir trufluðu líka Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er hún var að keppa í Asíu. Hún lokaði svo á þá fyrir sitt lokaúrtökumót í Bandaríkjunum og þar sló hún í gegn. Vonandi gengur það líka fyrir Valdísi. „Hún er að spila á tveimur völlum þarna úti í Marokkó og var svo heppin að fá kylfusvein sem er klúbbmeistari þarna. Hann þekkir því völlinn eins og lófann á sér. Veit nákvæmlega hvar er best að lenda og hvernig flatirnar liggja. Hún var því heppin með það,“ segir Hlynur Geir en kylfingurinn Þórður Rafn Gissurarson þekkir heimamanninn og náði að koma á tengslum milli hans og Valdísar. Svona á að nýta samböndin. „Þetta er langt og krefjandi mót en Valdísi líður mjög vel og er að slá afar vel. Hún hefði auðvitað viljað sjá aðeins fleiri pútt detta niður núna en spilamennskan er flott. Þegar fleiri pútt detta þá kemur betra skor. Þetta er á uppleið hjá henni og ég hef fulla trú á því að hún haldi áfram á þessari braut. Það eru spennandi dagar fram undan.“
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira