Erlent

Höfða mál gegn Norður-Karólínu vegna almenningssalerna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Loretta Lynch tilkynnti um málshöfðunina í dómsmálaráðuneytinu í dag.
Loretta Lynch tilkynnti um málshöfðunina í dómsmálaráðuneytinu í dag. vísir/getty
Deilur hafa sprottið upp í dag milli Bandaríkjastjórnar og ríkisstjórnar Norður-Karólínu ríkis vegna baðherbergjalöggjafarinnar sem komið var á í marsmánuði. Um málið er fjallað á vef Reuters.

Hin umdeildu lög kveða á um að þegar fólk fer á almenningssalerni þá skuli líffræðilegt kyn við fæðingu ráða för. Transfólk mun því þurfa að fara á öfugt klósett þar sem kynlausum almenningssalernum er ekki til að dreifa.

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í dag fram á það við dómstól í téðu ríki að hann myndi úrskurða að bannið bryti gegn stjórnarskrárvörðum mannréttindum. Ríkisstjórn Norður-Karólínu svaraði í svipaðri mynt og krafðist þess að viðurkennt yrði að dómsmálaráðuneytið væri að teygja sig út fyrir valdsvið sitt.

Málið hefur verið hitamál í Bandaríkjunum og eru íbúar klofnir í afstöðu sinni. 39 segja að fólki eigi að vera frjálst velja salerni út frá sinni kynvitund en eilítið fleiri, um 44 prósent, telja að líffræðilegt kyn eigi að skipta öllu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×