Erlent

Bíður ákæru fyrir að kenna hundi nasistakveðju

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
28 ára Skota, Markus Meechan, bíður ákæra fyrir hatursglæp eftir að hann kenndi smáhundi kærustu sinnar að heilsa að nasistasið. Fjallað er um málið á Sky.

Upp komst um athæfið eftir að maðurinn tók það upp og setti inn á Youtube. Þar sést hundurinn sitja fyrir framan skjá og heilsa Adolf Hitler.

„Að setja meiðandi efni á netið eða annan almennan vettvang verður ekki liðið. Lögregla mun vera snögg að ráðast gegn hvers konar hatursglæpum sem byggja á fordómum í garð trúar, húðlitar, kynvitundar, fötlunar eða kynhneigðar,“ segir í yfirlýsingu frá rannsakendum.

Meechan hefur sjálfur sett annað myndband inn á vefinn þar sem hann biðst afsökunar á athæfi sínu. Ætlun hans hafi ekki verið að móðga nokkurn annan en kærustu sína. Þetta hafi allt verið liður í að hrella hana.

Hið umdeilda myndband má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×