Spenntur fyrir alls konar vitleysu 26. ágúst 2016 10:00 Benni Hemm Hemm gefur út ljóðabókina Skordýr og samnefnda plötu á sama tíma. Fréttablaðið/Hanna Þann 2. september gefur tónlistarmaðurinn Benedikt Hermann Hermannsson, eða Benni Hemm Hemm, út ljóðabókina Skordýr og samhliða henni kemur út tuttugu og tveggja laga plata. „Sándlega séð er þessi plata dáldið mikið öðruvísi en það sem ég hef gert áður. Þetta er eiginlega unnið sem demó. Venjulega hef ég alltaf unnið demó og sent á þá sem ég spila með og fer svo í stúdíó og bý til eitthvað úr því þar. Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað með þetta demó-stig því að það er svolítið skemmtilegt. Það er oft eitthvert rugl þar sem týnist svo oft á leiðinni. Núna er ég svolítið að vinna með þessi demó heima sjálfur. Í textunum eru þetta aðeins meiri ljóð en áður. Ljóðin í bókinni og textarnir haldast í hendur – en ekki alveg það sama samt. Það er fullt af ljóðum í bókinni sem ekki eru til lög við og öfugt. Mig langaði til að hafa þetta allt eins beinskeytt og ég gæti. Það er mikið af löngum þögnum. Það var einbeittur brotavilji hjá mér að gera bara algjörlega það sem mér sýndist. Maður er alltaf að vinna með eitthvert form, ef maður veit að maður er að fara að gera geisladisk verður heildarlengd laganna alltaf þekkt en ef maður gefur út á netinu getur það þess vegna verið tveir dagar. Ég er ekki að fara að selja neitt – það er enginn að fara að kaupa plötuna. Þannig að það má segja að það að gera það sem manni sýnist er þemað,“ segir Benni, sem af þessu tilefni ætlar að halda tónleika í Mengi – en þetta verða engir venjulegir útgáfutónleikar heldur mun hann halda þrenna tónleika á tveimur dögum næstu helgi. Fyrstu tónleikarnir eru á föstudegi og þá spilar hann með tónlistarmönnum sem hann hefur aldrei spilað með áður. Á laugardeginum spilar hann með kórnum Kórus og síðan kemur hann fram um kvöldið ásamt hópi tónlistarmanna sem hann hefur áður spilað með. „Við spilum bara lögin af plötunni og þau verða bara einhvern veginn. Það veit enginn. Mér finnst það svolítið spennandi og það helst í hendur við hvernig ég tók þetta upp. Ég reyndi að taka upp alla partana áður en ég kunni lögin almennilega. Maður spilar öðruvísi þegar maður er ekki alveg með kveikt á öllum skilningarvitum. Það er einhver spenna yfir því að vera að gera þetta í fyrsta sinn sem heillar mig. Mig langaði svolítið til að halda þessu konsepti á þessum tónleikum. Á laugardagskvöldinu þá er ég með fólki sem ég hef spilað með áður. Það fólk veit alveg hvað það þýðir þegar ég lyfti upp hælnum. Þetta verður allt öðruvísi dæmi, þau lesa allt öðruvísi í allt sem ég geri. Það verður spennandi að gera einhverja vitleysu sem ég veit ekki hvernig verður fyrirfram.“ Menning Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Þann 2. september gefur tónlistarmaðurinn Benedikt Hermann Hermannsson, eða Benni Hemm Hemm, út ljóðabókina Skordýr og samhliða henni kemur út tuttugu og tveggja laga plata. „Sándlega séð er þessi plata dáldið mikið öðruvísi en það sem ég hef gert áður. Þetta er eiginlega unnið sem demó. Venjulega hef ég alltaf unnið demó og sent á þá sem ég spila með og fer svo í stúdíó og bý til eitthvað úr því þar. Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað með þetta demó-stig því að það er svolítið skemmtilegt. Það er oft eitthvert rugl þar sem týnist svo oft á leiðinni. Núna er ég svolítið að vinna með þessi demó heima sjálfur. Í textunum eru þetta aðeins meiri ljóð en áður. Ljóðin í bókinni og textarnir haldast í hendur – en ekki alveg það sama samt. Það er fullt af ljóðum í bókinni sem ekki eru til lög við og öfugt. Mig langaði til að hafa þetta allt eins beinskeytt og ég gæti. Það er mikið af löngum þögnum. Það var einbeittur brotavilji hjá mér að gera bara algjörlega það sem mér sýndist. Maður er alltaf að vinna með eitthvert form, ef maður veit að maður er að fara að gera geisladisk verður heildarlengd laganna alltaf þekkt en ef maður gefur út á netinu getur það þess vegna verið tveir dagar. Ég er ekki að fara að selja neitt – það er enginn að fara að kaupa plötuna. Þannig að það má segja að það að gera það sem manni sýnist er þemað,“ segir Benni, sem af þessu tilefni ætlar að halda tónleika í Mengi – en þetta verða engir venjulegir útgáfutónleikar heldur mun hann halda þrenna tónleika á tveimur dögum næstu helgi. Fyrstu tónleikarnir eru á föstudegi og þá spilar hann með tónlistarmönnum sem hann hefur aldrei spilað með áður. Á laugardeginum spilar hann með kórnum Kórus og síðan kemur hann fram um kvöldið ásamt hópi tónlistarmanna sem hann hefur áður spilað með. „Við spilum bara lögin af plötunni og þau verða bara einhvern veginn. Það veit enginn. Mér finnst það svolítið spennandi og það helst í hendur við hvernig ég tók þetta upp. Ég reyndi að taka upp alla partana áður en ég kunni lögin almennilega. Maður spilar öðruvísi þegar maður er ekki alveg með kveikt á öllum skilningarvitum. Það er einhver spenna yfir því að vera að gera þetta í fyrsta sinn sem heillar mig. Mig langaði svolítið til að halda þessu konsepti á þessum tónleikum. Á laugardagskvöldinu þá er ég með fólki sem ég hef spilað með áður. Það fólk veit alveg hvað það þýðir þegar ég lyfti upp hælnum. Þetta verður allt öðruvísi dæmi, þau lesa allt öðruvísi í allt sem ég geri. Það verður spennandi að gera einhverja vitleysu sem ég veit ekki hvernig verður fyrirfram.“
Menning Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira