Erlent

Vita ekki hvar 7.300 hælisleitendur eru niðurkomnir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sænsk stjórnvöld búast við að 46 þúsund flóttamenn láti sig hverfa á næstu þremur árum.
Sænsk stjórnvöld búast við að 46 þúsund flóttamenn láti sig hverfa á næstu þremur árum. vísir/epa
Rúmlega 7.300 manns, sem synjað var um hæli í Svíþjóð í fyrra, hafa látið sig hverfa, að sögn sænskra stjórnvalda. Búist er við að talan fari í 46 þúsund á næstu þremur árum, þar sem fólk ýmist láti ekki vita af sér eða reyni að hverfa í fjöldann.

Yfirmaður landamæralögreglunnar í Svíþjóð, Per Löwenborg, segir að einungis takist að hafa uppi á um tíu til tuttugu prósent fólksins. Um gríðarstórt vandamál sé að ræða sem stjórnvöld séu fyrst nú að reyna að takast á við.

Sten-Erik Johansson verkalýðsforingi fullyrðir í samtali við sænska dagblaðið að bróðurpartur þeirra sem synjað sé um dvalarleyfi fari ekki úr landinu, enda bíði þeim ekkert annars staðar. Þetta sé mikið áhyggjuefni því oft á tíðum séu ólöglegir innflytjendur beittir miklu misrétti. Þá verði þeir sjaldnast partur af samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×