Benteke tryggði Liverpool þriðja sigurinn í röð | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2016 15:30 Benteke sýndi mikið öryggi á vítapunktinum. Vísir/Getty Christian Benteke tryggði Liverpool dramatískan 1-2 sigur á Crystal Palace í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Belginn kom inn á sem varamaður á 80. mínútu og á fjórðu mínútu í uppbótartíma braut Damien Delaney klaufalega á honum innan vítateigs og Andre Mariner, dómari leiksins, benti á punktinn. Benteke tók spyrnuna sjálfur og skoraði af miklu öryggi og tryggði Liverpool öll stigin þrjú. Með sigrinum komust lærisveinar Jürgens Klopp upp í 7. sæti deildarinnar. Á meðan Liverpool hefur unnið þrjá leiki í röð gengur ekkert hjá Palace sem hefur ekki fagnað sigri í deildinni síðan 19. desember á síðasta ári. Lærisveinar Alans Pardew eru í 15. sæti deildarinnar með 33 stig, níu stigum frá fallsæti. Palace-menn voru í kjörstöðu til að vinna langþráðan sigur en köstuðu þeim möguleika frá sér í seinni hálfleik. Joe Ledley kom Palace yfir með föstu skoti á 48. mínútu og eftir rúman klukkutíma fauk James Milner af velli þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. En brottvísunin hleypti nýju lífi í lið Liverpool sem spilaði mun betur einum færri en þegar jafnt var í liðum. Á 72. mínútu átti Alex McCarthy, markvörður Palace, skelfilegt útspark, beint á Roberto Firmino sem þakkaði pent fyrir sig og jafnaði metin í 1-1. Þetta var áttunda deildarmark Firminos en sjö þeirra hafa komið á árinu 2016. Alberto Moreno var svo hársbreidd frá því koma Liverpool yfir en skot Spánverjans small í stönginni. Í uppbótartíma var svo komið að þætti Benteke eins og áður sagði.Crystal Palace 1-0 Liverpool Milner sendur í sturtu Crystal Palace 1-1 Liverpool Crystal Palace 1-2 Liverpool Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Christian Benteke tryggði Liverpool dramatískan 1-2 sigur á Crystal Palace í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Belginn kom inn á sem varamaður á 80. mínútu og á fjórðu mínútu í uppbótartíma braut Damien Delaney klaufalega á honum innan vítateigs og Andre Mariner, dómari leiksins, benti á punktinn. Benteke tók spyrnuna sjálfur og skoraði af miklu öryggi og tryggði Liverpool öll stigin þrjú. Með sigrinum komust lærisveinar Jürgens Klopp upp í 7. sæti deildarinnar. Á meðan Liverpool hefur unnið þrjá leiki í röð gengur ekkert hjá Palace sem hefur ekki fagnað sigri í deildinni síðan 19. desember á síðasta ári. Lærisveinar Alans Pardew eru í 15. sæti deildarinnar með 33 stig, níu stigum frá fallsæti. Palace-menn voru í kjörstöðu til að vinna langþráðan sigur en köstuðu þeim möguleika frá sér í seinni hálfleik. Joe Ledley kom Palace yfir með föstu skoti á 48. mínútu og eftir rúman klukkutíma fauk James Milner af velli þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. En brottvísunin hleypti nýju lífi í lið Liverpool sem spilaði mun betur einum færri en þegar jafnt var í liðum. Á 72. mínútu átti Alex McCarthy, markvörður Palace, skelfilegt útspark, beint á Roberto Firmino sem þakkaði pent fyrir sig og jafnaði metin í 1-1. Þetta var áttunda deildarmark Firminos en sjö þeirra hafa komið á árinu 2016. Alberto Moreno var svo hársbreidd frá því koma Liverpool yfir en skot Spánverjans small í stönginni. Í uppbótartíma var svo komið að þætti Benteke eins og áður sagði.Crystal Palace 1-0 Liverpool Milner sendur í sturtu Crystal Palace 1-1 Liverpool Crystal Palace 1-2 Liverpool
Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira