Forsætisráðherra vill að forstjóri Haga biðji íslensku þjóðina afsökunar Ásgeir Erlendsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 16. september 2016 19:56 Forsætisráðherra gagnrýnir forstjóra Haga harðlega vegna ummæla hans um búvörusamninga og vill að hann biðji bændur og íslensku þjóðina afsökunar á ummælum um dýraníð. Tvískinnungur sé fólginn í orðum forstjórans enda flytji Hagar inn kjöt sem er uppfullt af fúkkalyfjum. Nokkur styr hefur staðið um nýlögfesta búvörusamninga sem samþykktir voru á Alþingi í upphafi vikunnar með 19 greiddum atkvæðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er einn fjölmargra sem gagnrýnt hafa samningana harðlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra var staddur í réttum í Hrunamannahreppi í morgun og hann segir þá sem berjast gegn öflugum íslenskum landbúnaði og tali fyrir innflutningi á ýmsum vörum eigi að mæta í réttir til að sjá íslenska sveitamenningu í blóma. „Þá myndu menn taka umræðuna dálítið öðruvísi en þeir hafa verið að gera síðustu vikurnar. Mér finnst þetta alveg ótrúleg umræða, þegar við erum með sambærilegum hætti að styðja við landbúnað eins og aðrar þjóðir, spara stórfé í gjaldeyri, halda uppi byggð hringinn í kringum landið með markvissum hætti, búa til vörur sem ferðamennirnir vilja koma til Íslands til að sækja. Mér finnst þetta ótrúlega ótrúleg umræða og algjörlega á forsendum þeirra sem vilja flytja hér inn ódýra, jafnvel lélega vöru,“ segir Sigurður Ingi. Forstjóri Haga líkti búvörusamningunum við ríkisstyrkt dýraníð í færslu sem hann ritaði á Facebook í upphafi vikunnar. „Ég á ekki orð yfir þeim yfirlýsingum sem hann hefur látið falla,“ segir Sigurður. Finnur Árnason baðst undan viðtali við fréttastofu í dag en vísaði til greinar sem hann ritaði í Fréttablaðið í morgun þar sem hann honum þykir leitt ef orð hans hafi gefið til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti segist hann vilja veg þeirra sem mestan. Finnur segir að öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu auk þess sem íslenskur landbúnaður eigi skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Við meðferð málsins á Alþingi var sett inn grein sem heimilar matvælastofnun að fella niður stuðningsgreiðslur til þeirra sem gerast sekir um slæma meðferð dýra. Forsætisráðherra vill að Finnur biðjist afsökunar á ummælum sínum um dýraníð. Tengdar fréttir Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýnir forstjóra Haga harðlega vegna ummæla hans um búvörusamninga og vill að hann biðji bændur og íslensku þjóðina afsökunar á ummælum um dýraníð. Tvískinnungur sé fólginn í orðum forstjórans enda flytji Hagar inn kjöt sem er uppfullt af fúkkalyfjum. Nokkur styr hefur staðið um nýlögfesta búvörusamninga sem samþykktir voru á Alþingi í upphafi vikunnar með 19 greiddum atkvæðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er einn fjölmargra sem gagnrýnt hafa samningana harðlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra var staddur í réttum í Hrunamannahreppi í morgun og hann segir þá sem berjast gegn öflugum íslenskum landbúnaði og tali fyrir innflutningi á ýmsum vörum eigi að mæta í réttir til að sjá íslenska sveitamenningu í blóma. „Þá myndu menn taka umræðuna dálítið öðruvísi en þeir hafa verið að gera síðustu vikurnar. Mér finnst þetta alveg ótrúleg umræða, þegar við erum með sambærilegum hætti að styðja við landbúnað eins og aðrar þjóðir, spara stórfé í gjaldeyri, halda uppi byggð hringinn í kringum landið með markvissum hætti, búa til vörur sem ferðamennirnir vilja koma til Íslands til að sækja. Mér finnst þetta ótrúlega ótrúleg umræða og algjörlega á forsendum þeirra sem vilja flytja hér inn ódýra, jafnvel lélega vöru,“ segir Sigurður Ingi. Forstjóri Haga líkti búvörusamningunum við ríkisstyrkt dýraníð í færslu sem hann ritaði á Facebook í upphafi vikunnar. „Ég á ekki orð yfir þeim yfirlýsingum sem hann hefur látið falla,“ segir Sigurður. Finnur Árnason baðst undan viðtali við fréttastofu í dag en vísaði til greinar sem hann ritaði í Fréttablaðið í morgun þar sem hann honum þykir leitt ef orð hans hafi gefið til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti segist hann vilja veg þeirra sem mestan. Finnur segir að öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu auk þess sem íslenskur landbúnaður eigi skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Við meðferð málsins á Alþingi var sett inn grein sem heimilar matvælastofnun að fella niður stuðningsgreiðslur til þeirra sem gerast sekir um slæma meðferð dýra. Forsætisráðherra vill að Finnur biðjist afsökunar á ummælum sínum um dýraníð.
Tengdar fréttir Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05 Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Finnur lætur engan bilbug á sér finna en fær kaldar kveðjur frá Jóni Gunnarssyni Finnur Árnason forstjóri Haga lætur engan bilbug á sér finna í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann setti inn í hádeginu í dag en færsla hans frá því í gær um búvörusamningana og það að þeir innihaldi ríkisstyrkt dýraníð hefur vakið hörð viðbrögð bænda. 15. september 2016 13:05
Forstjóri Haga hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu Finnur Árnason telur skuldbindingu vegna búvörusamninga slíka að vert sé að þjóðin fái að segja sína skoðun. 14. september 2016 16:57
Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent