Kippa af Einstök 1100 krónum ódýrari í verslun í Colorado en í ÁTVR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2016 09:00 Myndin sem aðdáandi Einstakrar í Colorado í Bandaríkjunum deildi en á henni sést að kippan kostar milli 14 og 15 dollara. Þó nokkuð mikill munur er á verði á kippu af Einstök bjór í Bandaríkjunum og svo í verslunum ÁTVR hér á Íslandi ef marka má mynd sem aðdáandi bjórsins í Colorado deildi á Facebook-síðu Einstakrar. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést að kippa af Einstök White Ale kostar 13,99 dollara eða sem samsvarar rúmum 1600 krónum. Kippa af Einstök White Ale kostar hins vegar tæpan 2700 kall í ríkinu hér heima, eða 449 krónur flaskan, svo það munar næstum 1100 krónum á vörunni eftir því hvort hún er keypt á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Einhverjum kann að þykja það skjóta skökku við þar sem Einstök bjór er framleiddur hér á landi en munurinn liggur fyrst og fremst í áfengisgjaldinu sem á Íslandi er nokkuð hátt miðað við til dæmis Bandaríkin.Áfengisgjaldið 109 krónur af flösku af Einstök White Ale Áfengisgjöldin hér eru föst krónutala á prósentu vínanda í lítra umfram 2,25 prósent og því er misjafnt eftir því hversu sterkt vínið er hversu há áfengisgjöldin eru en þau leggjast í raun þyngra á ódýrari vöru en dýrari. Rétt er að taka fram að áfengisgjöldin eru utan álagningar ÁTVR og virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda eru áfengisgjöldin af Egils Gulli, 33 cl dós sem kostar 269 krónur í ÁTVR, 101,6 króna eða 37,77 prósent af útsöluverðinu með virðisaukaskatti. Virðisaukaskattur leggst á verðið með áfengisgjaldi þannig að fyrir virðisaukaskatt er gjaldið tæplega 42 prósent af grunni til virðisaukaskatts.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Áfengisgjaldið af Einstök White Ale í 33 cl flösku eru síðan 109 krónur og svo 123,8 krónur af flösku af Einstök Pale Ale en það er hærra vegna hærri áfengisprósentu. Það gera tæplega 28 prósent af verði flöskunnar.Skattlagningin „komin út úr öllu korti“ Í Colorado-ríki leggja yfirvöld hins vegar mun lægra áfengisgjald á bjór. Gjaldið er 8 sent á gallon sem gerir þá 2,11 sent á lítra. Það eru þá 0,7 sent á 33 cl flösku sem samsvarar 80 aurum á flöskuna. Ofan á þetta kemur síðan alríkisgjaldið sem er fimm sent flösku en tvö sent ef hún kemur frá litlu brugghúsi. Það gera rúmar tvær krónur á flöskuna til tæplega sex króna. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir ýmislegt notað til að réttlæta hátt áfengisgjald en í því felst auðvitað ákveðin aðgangsstýring. „Það er hins vegar líka svo að þegar ríkið vantar peninga þá eru gjöldin hækkuð á áfengi og tóbak, og þetta er auðvitað komið út úr öllu korti eins og sést á þessum samanburði. Það er gott og gilt að vilja takmarka ásókn í þessa vöru en með breyttu neyslumynstri eru áfengiskaup í flestum tilfellum orðin partur af venjulegum matarinnkaupum og þetta er gríðarlega skattlagning á þessari almennu neysluvöru,“ segir Ólafur. Íslenskur bjór Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þó nokkuð mikill munur er á verði á kippu af Einstök bjór í Bandaríkjunum og svo í verslunum ÁTVR hér á Íslandi ef marka má mynd sem aðdáandi bjórsins í Colorado deildi á Facebook-síðu Einstakrar. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést að kippa af Einstök White Ale kostar 13,99 dollara eða sem samsvarar rúmum 1600 krónum. Kippa af Einstök White Ale kostar hins vegar tæpan 2700 kall í ríkinu hér heima, eða 449 krónur flaskan, svo það munar næstum 1100 krónum á vörunni eftir því hvort hún er keypt á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Einhverjum kann að þykja það skjóta skökku við þar sem Einstök bjór er framleiddur hér á landi en munurinn liggur fyrst og fremst í áfengisgjaldinu sem á Íslandi er nokkuð hátt miðað við til dæmis Bandaríkin.Áfengisgjaldið 109 krónur af flösku af Einstök White Ale Áfengisgjöldin hér eru föst krónutala á prósentu vínanda í lítra umfram 2,25 prósent og því er misjafnt eftir því hversu sterkt vínið er hversu há áfengisgjöldin eru en þau leggjast í raun þyngra á ódýrari vöru en dýrari. Rétt er að taka fram að áfengisgjöldin eru utan álagningar ÁTVR og virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda eru áfengisgjöldin af Egils Gulli, 33 cl dós sem kostar 269 krónur í ÁTVR, 101,6 króna eða 37,77 prósent af útsöluverðinu með virðisaukaskatti. Virðisaukaskattur leggst á verðið með áfengisgjaldi þannig að fyrir virðisaukaskatt er gjaldið tæplega 42 prósent af grunni til virðisaukaskatts.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Áfengisgjaldið af Einstök White Ale í 33 cl flösku eru síðan 109 krónur og svo 123,8 krónur af flösku af Einstök Pale Ale en það er hærra vegna hærri áfengisprósentu. Það gera tæplega 28 prósent af verði flöskunnar.Skattlagningin „komin út úr öllu korti“ Í Colorado-ríki leggja yfirvöld hins vegar mun lægra áfengisgjald á bjór. Gjaldið er 8 sent á gallon sem gerir þá 2,11 sent á lítra. Það eru þá 0,7 sent á 33 cl flösku sem samsvarar 80 aurum á flöskuna. Ofan á þetta kemur síðan alríkisgjaldið sem er fimm sent flösku en tvö sent ef hún kemur frá litlu brugghúsi. Það gera rúmar tvær krónur á flöskuna til tæplega sex króna. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir ýmislegt notað til að réttlæta hátt áfengisgjald en í því felst auðvitað ákveðin aðgangsstýring. „Það er hins vegar líka svo að þegar ríkið vantar peninga þá eru gjöldin hækkuð á áfengi og tóbak, og þetta er auðvitað komið út úr öllu korti eins og sést á þessum samanburði. Það er gott og gilt að vilja takmarka ásókn í þessa vöru en með breyttu neyslumynstri eru áfengiskaup í flestum tilfellum orðin partur af venjulegum matarinnkaupum og þetta er gríðarlega skattlagning á þessari almennu neysluvöru,“ segir Ólafur.
Íslenskur bjór Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira