Lífið

Halla Tómasdóttir rotuð af rasistum í Alabama

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halla endaði á spítala ásamt Guðjóni Skúlasyni.
Halla endaði á spítala ásamt Guðjóni Skúlasyni. vísir
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og fengu hlustendur stöðvarinnar að kynnast henni betur. Halla hefur verið að styrkja stöðu sína í kosningunum samkvæmt nýjustu skoðankönnunum og mælist nú með sex prósenta fylgi.

Halla sagði frá ferlinum sínum í fjármálageiranum og mörgu fleiru. Ein saga vakti sérstaka athygli og var það sagan af því þegar hún hún lenti í ryskingum í Alabama í Bandaríkjunum vegna þess að hún stöð með þeldökkum vinum sínum. Halla var á sínum tíma framkvæmdastjóri  fótboltaliðs í Alabama.

„Bandaríkjamennirnir vissu þarna ekkert um fótbolta og þekktu bara amerískan fótbolta. Ég fór í það að bæta hæfileikana þarna í Alabama með því að sækja íslenska fótboltamenn og menn frá Norðurlöndunum og Bretlandi líka,“ segir Halla sem krækti í eiginmann sinn á þeim tíma. Á sama tíma spilaði körfuboltamaðurinn Guðjón Skúlason með háskólaliðinu og endaði Halla eitt sinn með honum á spítala.

„Hann var þarna úti með körfuboltaliðinu og þeir voru margir svartir. Það voru miklir fordómar í suðurríkjunum á þessum tíma og þetta atvik gerðist seint um kvöld. Við vorum spurð hvað þetta hvíta fólk væri að gera þarna með þessum svörtu mönnum og við tókum einfaldlega upp hanskana að íslenskum sið og það næsta sem við vissum lágum við bæði rotuð og enduðum á spítala eftir að hafa verið lamin af einhverjum suðurríkjamönnum.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Höllu frá því í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×