Ferðabloggarar lýsa reynslu sinni af Íslandi: "Reykjavík er fölsk og of túristaleg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2016 13:35 Hjónakornin Cris og Caroline voru hrifinn af ferð sinni til Íslands en fannst Reykjavík ekki heillandi vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna. PTS Breskir ferðabloggarar sem komu nýverið hingað til lands í brúðkaupsferð sinni virðast ekki hafa heillast af Reykjavík ef marka má færslu þeirra um heimsókn þeirra til landsins. Þau segjast bæði hafa dreymt að koma til Reykjavíkur um árabil og loksins látið verða af því en fengið áfall þegar hingað var komið vegna „gríðarlegs fjölda ferðamanna“ í borginni. Hjónakornin Caroline og Chris stofnuðu nýlega ferðabloggið Pack The Suitcases þar sem þau skrásetja upplifun sína af ferðalögum sínum. Var Reykjavík þriðji áfangastaðurinn á brúðkaupsferðalagi þeirra. Voru þau hér á landi í fjóra daga og þar af tvo í Reykjavík. „Við eyddum þessum tveimur dögum í Reykjavík umkringd ferðamönnum. Gríðarlegur fjöldi breskra, nýsjálenskra, ástralskra og bandarískra ferðamanna var töluvert áfall,“ segir í færslunni. „Reykjavík er frekar lítil borg og því var ómögulegt að forðast fjöldann.“Sjá einnig: „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“Segja þau að svo virðist sem að ferðaþjónustan hafi algjörlega tekið yfir miðbæ Reykjavíkur og að hver einasti veitingastaður hafi verið mjög nýtískulegur en á sama tíma nokkuð gervilegur. „Við vorum alls ekki undirbúin undir það hversu túristaleg og „ameríkuvædd“ hver einasta arða af miðbænum myndi vera,“ segja þau og bæta við að þau hafi verið mjög feginn að komast út úr borginni þegar þau fóru hinn fræga gullna hring og sáu Gullfoss, Geysi og Þingvelli sem þau tala mjög fallega um. Caroline og Chris segja að heilt yfir hafi þeim líkað vel við Ísland og segja það vel þess virði að heimsækja Ísland. Hér sé hægt að sjá einstakt landslag sem þau muni aldrei gleyma. Þau telja þó ólíklegt að þau muni snúa aftur til Íslands vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna hér á landi.Sjá einnig: Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“„Reykjavík er fölsk og of túristaleg. Okkur fannst við ekki geta tengst íslensku fólki eða menningu vegna þess að hér var allt stílað inn á ferðamenn,“ segja þau og bæta við að þau hafi orðið vör við að umræðu í fjölmiðlum og á meðal innfæddra hér á landi um áhrif ferðamanna á Reykjavík. Algjör sprenging hefur orðið á komu ferðamanna til landsins á síðustu árum en á síðasta ári komu tæplega 1,3 milljón ferðamanna hingað til lands. Er ljóst að Chris og Caroline hafa orðið vör við þessa aukningu og ljúka þau færslu sinni um dvöl sína í Reykjavík á orðunum „Þetta er ef til vill orðinn of vinsæll ferðamannastaður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26 Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Breskir ferðabloggarar sem komu nýverið hingað til lands í brúðkaupsferð sinni virðast ekki hafa heillast af Reykjavík ef marka má færslu þeirra um heimsókn þeirra til landsins. Þau segjast bæði hafa dreymt að koma til Reykjavíkur um árabil og loksins látið verða af því en fengið áfall þegar hingað var komið vegna „gríðarlegs fjölda ferðamanna“ í borginni. Hjónakornin Caroline og Chris stofnuðu nýlega ferðabloggið Pack The Suitcases þar sem þau skrásetja upplifun sína af ferðalögum sínum. Var Reykjavík þriðji áfangastaðurinn á brúðkaupsferðalagi þeirra. Voru þau hér á landi í fjóra daga og þar af tvo í Reykjavík. „Við eyddum þessum tveimur dögum í Reykjavík umkringd ferðamönnum. Gríðarlegur fjöldi breskra, nýsjálenskra, ástralskra og bandarískra ferðamanna var töluvert áfall,“ segir í færslunni. „Reykjavík er frekar lítil borg og því var ómögulegt að forðast fjöldann.“Sjá einnig: „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“Segja þau að svo virðist sem að ferðaþjónustan hafi algjörlega tekið yfir miðbæ Reykjavíkur og að hver einasti veitingastaður hafi verið mjög nýtískulegur en á sama tíma nokkuð gervilegur. „Við vorum alls ekki undirbúin undir það hversu túristaleg og „ameríkuvædd“ hver einasta arða af miðbænum myndi vera,“ segja þau og bæta við að þau hafi verið mjög feginn að komast út úr borginni þegar þau fóru hinn fræga gullna hring og sáu Gullfoss, Geysi og Þingvelli sem þau tala mjög fallega um. Caroline og Chris segja að heilt yfir hafi þeim líkað vel við Ísland og segja það vel þess virði að heimsækja Ísland. Hér sé hægt að sjá einstakt landslag sem þau muni aldrei gleyma. Þau telja þó ólíklegt að þau muni snúa aftur til Íslands vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna hér á landi.Sjá einnig: Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“„Reykjavík er fölsk og of túristaleg. Okkur fannst við ekki geta tengst íslensku fólki eða menningu vegna þess að hér var allt stílað inn á ferðamenn,“ segja þau og bæta við að þau hafi orðið vör við að umræðu í fjölmiðlum og á meðal innfæddra hér á landi um áhrif ferðamanna á Reykjavík. Algjör sprenging hefur orðið á komu ferðamanna til landsins á síðustu árum en á síðasta ári komu tæplega 1,3 milljón ferðamanna hingað til lands. Er ljóst að Chris og Caroline hafa orðið vör við þessa aukningu og ljúka þau færslu sinni um dvöl sína í Reykjavík á orðunum „Þetta er ef til vill orðinn of vinsæll ferðamannastaður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26 Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
„Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26
Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08