Erlent

Ákærður fyrir morð á múslimapresti og aðstoðarmanni í New York

Atli Ísleifsson skrifar
Bill De Blasio, borgarstjóri New York, flutti ræðu við útför hinna látnu.
Bill De Blasio, borgarstjóri New York, flutti ræðu við útför hinna látnu. Vísir/AFP
35 ára karlmaður frá New York hefur verið ákærður fyrir að hafa skotið múslimaprest, eða imam, og aðstoðarmann hans, til bana síðasta laugardag.

Málið hefur vakið mikinn ugg í Bandaríkjunum, og komu mörg hundruð manns saman um helgina til þess að minnast mannanna tveggja.

Fólkið krafðist þess jafnframt að morðinginn yrði sóttur til saka og að málið verði rannsakað sem hatursglæpur.

Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, sagði í ræðu sinni í minningarathöfninni að enn sé ekki ljóst hver ástæða árásanna sé, en að lögrelgueftirlit verði aukið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×