Erlent

Fimmtán Guantanamo-föngum sleppt

Atli Ísleifsson skrifar
Barack Obama vill láta loka Guantanamo-fangelsinu áður en hann lætur af embætti á næsta ári.
Barack Obama vill láta loka Guantanamo-fangelsinu áður en hann lætur af embætti á næsta ári. Vísir/getty
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að fimmtán föngum í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu hafi verið fluttir úr fangelsinu og til Sameinuðu arabísku furstadæmanna.

Það er stærsti einstaki flutningur fanga úr fangelsinu frá því að Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti um lokun þess árið 2009.

Ráðuneytið segir að um sé að ræða tólf fanga frá Jemen og þrjá frá Afganistan, sem sumir hafa setið inni í fjórtán ár, án ákæru.

Alls er 61 fangi í fangabúðunum í dag en þegar mest lést voru þar um 780 manns þar sem stór partur þeirra sat inni án dóms og laga.

Í frétt BBC um málið kemur fram að Obama vilji láta loka fangelsinu áður en hann lætur af embætti á næsta ári. Hefur Bandaríkjastjórn lýst yfir vilja til að flytja þá fanga sem eftir eru til Bandaríkjanna, en Bandaríkjaþing hefur komið í veg fyrir slíkan flutning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×