Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út þegar vegkantur gaf sig undan rútu

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
44 farþegar voru í rútunni.
44 farþegar voru í rútunni. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi voru kallaðar út á sjötta tímanum í dag eftir að vegkantur gaf sig undan rútu með 44 farþegum á veginum að Hafrafelli við Svínafellsjökul.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu að rútan hafi hallast töluvert og að hætta hefði verið á að hún myndi velta á hliðina ef farþegarnir reyndu að yfirgefa hana. Því var ákveðið að bíða björgunarsveitarmanna sem tryggðu rútuna með böndum áður en þeir aðstoðuðu farþegana frá borði.

Farþegarnir héldu ró sinni á meðan biðinni stóð en þeir komust óhultir úr rútunni með aðstoð björgunarsveitarmanna um hálftíma eftir að atvikið átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×