Innlent

Pall­borðið: Hvað segir stjórnar­and­staðan um út­spil Bjarna?

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bergþór Ólason, Inga Sæland, Hólmfríður Gísladóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.
Bergþór Ólason, Inga Sæland, Hólmfríður Gísladóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Vísir/Vilhelm

Bergþór Ólason, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær.

Forsætisráðherra segir ríkisstjórnarsamstarfið komið á endastöð og útlit er fyrir að landsmenn gangi til kosninga í lok næsta mánaðar, þá mögulega 30. nóvember. Enn er hins vegar óljóst hvort ríkisstjórnin situr þangað til en Halla Tómasdóttir forseti hyggst ræða við formenn alla flokka áður en hún ákveður næstu skref.

Stjórnarandstaðan og fleiri, til að myna verkalýðshreyfingin, hafa kallað eftir kosningum en flestir höfðu þó eflaust horft til vorsins. Nú liggur á að koma saman framboðslistum og ná til kjósenda á aðeins örfáum vikum.

Hvað þykir stjórnarandstöðuþingmönnunum um útspil Bjarna? Hver verða áherslumálin í kosningabaráttunni og hverjum vilja flokkarnir vinna með?

Við freistum þess að svara þessum spurningum í Pallborðinu sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×