Innlent

Talsverð rigning í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Búist er við suðaustan strekking í dag með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands, en skúrum síðdegis.
Búist er við suðaustan strekking í dag með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands, en skúrum síðdegis. mynd/veðurstofan
Búist er við suðaustan strekking í dag með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands, en skúrum síðdegis. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Hægari suðvestanátt á morgun og smáskúrir, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Aftur stíf suðaustanátt og rigning á þriðjudag, en þurrt norðaustantil á landinu, að því er segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:

Suðaustan 10-15 m/s og rigning, en hægara og þurrt að kalla NA-lands. Hiti 7 til 12 stig.

Á fimmtudag:

Austanátt og víða léttskýjað, en smá skúrir SA-lands. Áfram milt veður.

Á föstudag og laugardag:

Hæg breytileg átt, víða bjartviðri, en stöku skúrir syðst. Heldur kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×