Fótbolti

Engin draumabyrjun hjá Martínez

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Silva og Sergio Busquets fagna marki þess fyrrnefnda.
David Silva og Sergio Busquets fagna marki þess fyrrnefnda. vísir/epa
David Silva, leikmaður Manchester City, skoraði bæði mörk Spánverja í 0-2 sigri á Belgum í vináttulandsleik í Brüssel í kvöld.

Bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara. Roberto Martínez stýrði Belgum í fyrsta sinn í kvöld og sömu sögu er að segja af Julen Lopetegui hjá Spánverjum.

Silva kom Spáni yfir á 34. mínútu og hann bætti svo öðru marki við úr vítaspyrnu eftir rúman klukkutíma og þar við sat.

Evrópumeistarar Portúgals áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Gíbraltar að velli í Porto. Lokatölur 5-0, Portúgölum í vil.

Nani skoraði tvívegis fyrir portúgalska liðið og þeir Joao Cancelo, Bernardo Silva og Pepe sitt markið hver.

Þá gerðu Grikkir sér lítið fyrir og unnu Hollendinga með tveimur mörkum gegn einu í Eindhoven.

Hollendingar byrjuðu leikinn betur og komust yfir með marki Georginios Wijnaldum á 14. mínútu. Fimmtán mínútum síðar jafnaði Konstantinos Mitroglou metin og Giannis Gianniotas skoraði svo sigurmark Grikkja á 74. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×