Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. september 2016 06:00 Donald Trump Vísir/AFP Stór hópur ungra Bandaríkjamanna styðst við spjallborð og samfélagsmiðla til að tala gegn pólitískri rétthugsun, femínisma og innflytjendum og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana. Hreyfingin kallar sig alt-right sem gæti útlagst sem hitt hægrið á íslensku. Helstu aðferðir hreyfingarinnar eru áróður í formi skopmynda og uppnefningar. Hitt hægrið ryður sér nú til rúms í bandarískum stjórnmálum eftir að hafa dvalið í nafnleynd á netinu.Stuðningsmaður Donalds Trump í bol þar sem Hillary Clinton er uppnefnd eins og tíðkast hjá hinu hægrinu. Nordicphotos/AFPTrump hefur ráðið Steve Bannon, stjórnarformann fréttavefsins Breitbart sem hallur er undir hitt hægrið, í stöðu forstjóra framboðs síns. Þá hélt Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, ræðu í síðustu viku þar sem hún tengdi Trump við myrkustu hliðar hins hægrisins. Breitbart er einn helsti vettvangur hugsuða hins hægrisins en auk fréttastofunnar eru hugmyndir hins hægrisins einnig ræddar á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Facebook, spjallborðum á borð við Reddit og 4chan, og bloggsíðum. Flestir þeirra sem aðhyllast hugmyndafræðina eru ungir, hvítir karlmenn.Afneita fjölmenninguKjarni hugmyndafræði hins hægrisins er afneitun á fjölmenningu og leiðandi öflum íhaldsmanna. Richard Spencer, sem kallaður er faðir hins hægrisins, hefur skrifað á bloggsíðu sína, Radix Journal, að síðan sé tileinkuð arfleifð, einkennum og framtíð Bandaríkjamanna af evrópskum uppruna.Milo YiannopoulosBBC segir hitt hægrið andvígt öllum innflutningi fólks sem gæti ógnað stöðu hvítra í Bandaríkjunum. Talsmenn hins hægrisins tala sömuleiðis fyrir þjóðernishyggju og byggja hana á því sem þeir kalla yfirburði hvíta mannsins. Óbeit á pólitískri rétthugsun er einnig rauður þráður í hugmyndafræði hins hægrisins. Hún er sögð takmarka tjáningarfrelsi fólks og hamla umræðum um mikilvæg þjóðfélagsmál. Undir þetta hefur Trump sjálfur tekið. Sér í lagi þegar gagnrýni hefur komið fram á hugmyndir hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjálfur hefur Trump sagst stunda pólitíska ranghugsun (e. politically incorrect). Þá hefur Milo Yiannopoulos, blaðamaður Breitbart og fyrirferðarmikill talsmaður hins hægrisins, talað sérstaklega gegn femínisma. Hann hefur gert setninguna „femínismi er krabbamein“ að einkennisorðum sínum. Vegna þessa hefur honum verið bannað að taka þátt í málþingum háskóla og sömuleiðis var aðgangi hans á Twitter lokað vegna þess sem umsjónarmenn Twitter sögðu að væru kynþáttafordómar í garð leikkonunnar Leslie Jones. Hitt hægrið fær nafn sitt frá ágreiningnum við ráðandi öfl íhaldsmanna í Bandaríkjunum, einkum í Repúblikanaflokknum. Hugmyndafræði hins hægrisins stangast á við stefnu repúblikana um frjálsan markað og stríð í Mið-Austurlöndum. Frjáls markaður er að mati hins hægrisins ekki jafn mikilvægur og að varðveita menningu Bandaríkjamanna af evrópskum uppruna.Upprisan gegn repúblikönumRepúblikanaflokkurinn er að þeirra mati hvergi nærri nógu róttækur í innflytjendamálum. Eitt uppnefna sem hitt hægrið hefur kallað valdamenn í Repúblikanaflokknum er „cuckservative“ og er orðið samtvinnað úr enska orðinu cuckold, kokkáll á íslensku, og conservative, íhaldsmaður á íslensku. Kokkáll er sá sem á ótrúan maka. Þegar Trump tilkynnti um framboð sitt hugnaðist mörgum sem aðhyllast hugmyndafræði hins hægrisins framboð hans. Hann talaði fyrir landamæravegg og hömlum á innflutningi múslima. Því hafa flestir hugsuðir hins hægrisins, til að mynda Yiannopoulos og rithöfundurinn Ann Coulter, lýst yfir stuðningi við Trump.Dpnal Trump tísti mynd af græna froskinum Pepe í hans líkiHópurinn, sem áður var í pólitískri eyðimörk, fann þar mann sem honum hugnaðist að kjósa. Trump hefur þó ekki sjálfur tekið undir hugmyndir hins hægrisins er varða yfirburði hvíta mannsins og það að femínismi sé krabbamein. American Renaissance, vefsíða sem aðhyllist hugmyndafræði hins hægrisins, skrifaði til að mynda: „Hitt hægrið styður Donald Trump almennt vegna stefnu hans í innflytjendamálum. Hann gæti þó seint talist meðlimur.“Engin ítök á ÍslandiHugmyndafræðin virðist ekki enn hafa rutt sér til rúms hér á landi líkt og hún hefur gert í Bandaríkjunum. Enga stjórnmálamenn má finna sem hafa beina tengingu við hitt hægrið líkt og Trump hefur með ráðningu sinni á Bannon. Hins vegar má finna íslensk spjallborð sem hafa gripið hugmyndafræðina á lofti. Fréttablaðið greindi frá íslenska spjallborðinu á vefsíðunni 8chan í fyrra. Þar eru meðal annars pistlar sem skrifaðir eru gegn kynþáttafordómum kallaðir kokkálapistlar líkt og gert er á bandarískum spjallborðum hins hægrisins og talað er um að gyðingar og blökkumenn séu samfélagsmein.Hillary Clinton og Donald Trump.Vísir/GettyMeð háð og uppnefni að vopniÁróður hins hægrisins kemur fyrst og fremst fram á netinu. Einna helst í formi skopmynda og uppnefninga á pólitískum andstæðingum. Donald Trump er gert hátt undir höfði og kalla meðlimir spjallborðsins The_Donald á síðunni Reddit forsetaframbjóðandann „guðlegan keisara“. Á meðan eru demókratar kallaðir kokkálar og Hillary Clinton sögð þjást af parkinsonssjúkdómnum og elliglöpum. Þegar blaðamaður renndi yfir forsíðu The_Donald í gær mátti þar finna umræður þar sem demókratar voru kallaðir skítafrjálslyndir. Skopmyndirnar (e. memes) sem áður voru nefndar eru einkar fjölbreyttar. Þó er tvær sem eru algengari en aðrar. Annars vegar er mynd af grænum froski sem kallaður er Pepe. Hann er settur í ýmis hlutverk. Til að mynda hefur hann verið teiknaður í líki Trump sjálfs. Í október síðastliðnum deildi Trump umtalaðri mynd á Twitter. Hins vegar er það mynd af Clinton að kyssa Robert Byrd, fyrrum öldungadeildarþingmann, á kinnina. Þeirri mynd er svo skeytt saman við aðra mynd þar sem andlit Byrd hefur verið sett á búk meðlims Ku Klux Klan, hryðjuverkasamtaka sem myrtu fjölda blökkumanna. Byrd var sjálfur virkur meðlimur í samtökunum en sneri baki sínu við þeim og sagðist sjá eftir aðild sinni. Mögulegt er að Trump, eða einhver starfsmanna framboðsins, fylgist með umræðum hins hægrisins á netinu þar sem Trump gagnrýndi Clinton í síðustu viku fyrir að hafa kallað Byrd læriföður sinn og vin.Segir Trump gera hinu hægrinu hátt undir höfði „Hann er að gefa hatursorðræðu heimsathygli. Hann talar þar með fyrir fordómum og ofsahræðslu,“ sagði Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, í viðtali við CNN í síðustu viku. Fyrr um daginn hafði hún haldið ræðu um hitt hægrið og tengsl þess við Donald Trump, frambjóðanda repúblikana. Í ræðu sinni sagði hún hugmyndafræði hins hægrisins ala á kynþáttafordómum og gagnrýndi hún ráðningu Steve Bannon, stjórnarformanns Breitbart, fréttasíðu sem aðhyllist hugmyndafræðina, í stöðu framkvæmdastjóra forsetaframboðs Trump. „Þessi samruni Breitbart og framboðs Trump er mikilvægur áfangi fyrir þennan hóp. Jaðarhópur hefur nú tekið yfir Repúblikanaflokkinn,“ sagði Clinton. Trump varði hópinn hins vegar þegar hann svaraði Clinton fyrr um daginn. „Hún ætlar að ásaka góða Bandaríkjamenn sem styðja þetta framboð, ykkar framboð, um að vera rasistar. Sem við erum ekki.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Stór hópur ungra Bandaríkjamanna styðst við spjallborð og samfélagsmiðla til að tala gegn pólitískri rétthugsun, femínisma og innflytjendum og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana. Hreyfingin kallar sig alt-right sem gæti útlagst sem hitt hægrið á íslensku. Helstu aðferðir hreyfingarinnar eru áróður í formi skopmynda og uppnefningar. Hitt hægrið ryður sér nú til rúms í bandarískum stjórnmálum eftir að hafa dvalið í nafnleynd á netinu.Stuðningsmaður Donalds Trump í bol þar sem Hillary Clinton er uppnefnd eins og tíðkast hjá hinu hægrinu. Nordicphotos/AFPTrump hefur ráðið Steve Bannon, stjórnarformann fréttavefsins Breitbart sem hallur er undir hitt hægrið, í stöðu forstjóra framboðs síns. Þá hélt Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, ræðu í síðustu viku þar sem hún tengdi Trump við myrkustu hliðar hins hægrisins. Breitbart er einn helsti vettvangur hugsuða hins hægrisins en auk fréttastofunnar eru hugmyndir hins hægrisins einnig ræddar á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Facebook, spjallborðum á borð við Reddit og 4chan, og bloggsíðum. Flestir þeirra sem aðhyllast hugmyndafræðina eru ungir, hvítir karlmenn.Afneita fjölmenninguKjarni hugmyndafræði hins hægrisins er afneitun á fjölmenningu og leiðandi öflum íhaldsmanna. Richard Spencer, sem kallaður er faðir hins hægrisins, hefur skrifað á bloggsíðu sína, Radix Journal, að síðan sé tileinkuð arfleifð, einkennum og framtíð Bandaríkjamanna af evrópskum uppruna.Milo YiannopoulosBBC segir hitt hægrið andvígt öllum innflutningi fólks sem gæti ógnað stöðu hvítra í Bandaríkjunum. Talsmenn hins hægrisins tala sömuleiðis fyrir þjóðernishyggju og byggja hana á því sem þeir kalla yfirburði hvíta mannsins. Óbeit á pólitískri rétthugsun er einnig rauður þráður í hugmyndafræði hins hægrisins. Hún er sögð takmarka tjáningarfrelsi fólks og hamla umræðum um mikilvæg þjóðfélagsmál. Undir þetta hefur Trump sjálfur tekið. Sér í lagi þegar gagnrýni hefur komið fram á hugmyndir hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjálfur hefur Trump sagst stunda pólitíska ranghugsun (e. politically incorrect). Þá hefur Milo Yiannopoulos, blaðamaður Breitbart og fyrirferðarmikill talsmaður hins hægrisins, talað sérstaklega gegn femínisma. Hann hefur gert setninguna „femínismi er krabbamein“ að einkennisorðum sínum. Vegna þessa hefur honum verið bannað að taka þátt í málþingum háskóla og sömuleiðis var aðgangi hans á Twitter lokað vegna þess sem umsjónarmenn Twitter sögðu að væru kynþáttafordómar í garð leikkonunnar Leslie Jones. Hitt hægrið fær nafn sitt frá ágreiningnum við ráðandi öfl íhaldsmanna í Bandaríkjunum, einkum í Repúblikanaflokknum. Hugmyndafræði hins hægrisins stangast á við stefnu repúblikana um frjálsan markað og stríð í Mið-Austurlöndum. Frjáls markaður er að mati hins hægrisins ekki jafn mikilvægur og að varðveita menningu Bandaríkjamanna af evrópskum uppruna.Upprisan gegn repúblikönumRepúblikanaflokkurinn er að þeirra mati hvergi nærri nógu róttækur í innflytjendamálum. Eitt uppnefna sem hitt hægrið hefur kallað valdamenn í Repúblikanaflokknum er „cuckservative“ og er orðið samtvinnað úr enska orðinu cuckold, kokkáll á íslensku, og conservative, íhaldsmaður á íslensku. Kokkáll er sá sem á ótrúan maka. Þegar Trump tilkynnti um framboð sitt hugnaðist mörgum sem aðhyllast hugmyndafræði hins hægrisins framboð hans. Hann talaði fyrir landamæravegg og hömlum á innflutningi múslima. Því hafa flestir hugsuðir hins hægrisins, til að mynda Yiannopoulos og rithöfundurinn Ann Coulter, lýst yfir stuðningi við Trump.Dpnal Trump tísti mynd af græna froskinum Pepe í hans líkiHópurinn, sem áður var í pólitískri eyðimörk, fann þar mann sem honum hugnaðist að kjósa. Trump hefur þó ekki sjálfur tekið undir hugmyndir hins hægrisins er varða yfirburði hvíta mannsins og það að femínismi sé krabbamein. American Renaissance, vefsíða sem aðhyllist hugmyndafræði hins hægrisins, skrifaði til að mynda: „Hitt hægrið styður Donald Trump almennt vegna stefnu hans í innflytjendamálum. Hann gæti þó seint talist meðlimur.“Engin ítök á ÍslandiHugmyndafræðin virðist ekki enn hafa rutt sér til rúms hér á landi líkt og hún hefur gert í Bandaríkjunum. Enga stjórnmálamenn má finna sem hafa beina tengingu við hitt hægrið líkt og Trump hefur með ráðningu sinni á Bannon. Hins vegar má finna íslensk spjallborð sem hafa gripið hugmyndafræðina á lofti. Fréttablaðið greindi frá íslenska spjallborðinu á vefsíðunni 8chan í fyrra. Þar eru meðal annars pistlar sem skrifaðir eru gegn kynþáttafordómum kallaðir kokkálapistlar líkt og gert er á bandarískum spjallborðum hins hægrisins og talað er um að gyðingar og blökkumenn séu samfélagsmein.Hillary Clinton og Donald Trump.Vísir/GettyMeð háð og uppnefni að vopniÁróður hins hægrisins kemur fyrst og fremst fram á netinu. Einna helst í formi skopmynda og uppnefninga á pólitískum andstæðingum. Donald Trump er gert hátt undir höfði og kalla meðlimir spjallborðsins The_Donald á síðunni Reddit forsetaframbjóðandann „guðlegan keisara“. Á meðan eru demókratar kallaðir kokkálar og Hillary Clinton sögð þjást af parkinsonssjúkdómnum og elliglöpum. Þegar blaðamaður renndi yfir forsíðu The_Donald í gær mátti þar finna umræður þar sem demókratar voru kallaðir skítafrjálslyndir. Skopmyndirnar (e. memes) sem áður voru nefndar eru einkar fjölbreyttar. Þó er tvær sem eru algengari en aðrar. Annars vegar er mynd af grænum froski sem kallaður er Pepe. Hann er settur í ýmis hlutverk. Til að mynda hefur hann verið teiknaður í líki Trump sjálfs. Í október síðastliðnum deildi Trump umtalaðri mynd á Twitter. Hins vegar er það mynd af Clinton að kyssa Robert Byrd, fyrrum öldungadeildarþingmann, á kinnina. Þeirri mynd er svo skeytt saman við aðra mynd þar sem andlit Byrd hefur verið sett á búk meðlims Ku Klux Klan, hryðjuverkasamtaka sem myrtu fjölda blökkumanna. Byrd var sjálfur virkur meðlimur í samtökunum en sneri baki sínu við þeim og sagðist sjá eftir aðild sinni. Mögulegt er að Trump, eða einhver starfsmanna framboðsins, fylgist með umræðum hins hægrisins á netinu þar sem Trump gagnrýndi Clinton í síðustu viku fyrir að hafa kallað Byrd læriföður sinn og vin.Segir Trump gera hinu hægrinu hátt undir höfði „Hann er að gefa hatursorðræðu heimsathygli. Hann talar þar með fyrir fordómum og ofsahræðslu,“ sagði Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, í viðtali við CNN í síðustu viku. Fyrr um daginn hafði hún haldið ræðu um hitt hægrið og tengsl þess við Donald Trump, frambjóðanda repúblikana. Í ræðu sinni sagði hún hugmyndafræði hins hægrisins ala á kynþáttafordómum og gagnrýndi hún ráðningu Steve Bannon, stjórnarformanns Breitbart, fréttasíðu sem aðhyllist hugmyndafræðina, í stöðu framkvæmdastjóra forsetaframboðs Trump. „Þessi samruni Breitbart og framboðs Trump er mikilvægur áfangi fyrir þennan hóp. Jaðarhópur hefur nú tekið yfir Repúblikanaflokkinn,“ sagði Clinton. Trump varði hópinn hins vegar þegar hann svaraði Clinton fyrr um daginn. „Hún ætlar að ásaka góða Bandaríkjamenn sem styðja þetta framboð, ykkar framboð, um að vera rasistar. Sem við erum ekki.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira