Erlent

Íbúar í Karíbahafi búa sig undir komu fellibylsins Matthew

Atli Ísleifsson skrifar
Íbúar á Haiti hafa gripið til ýmissa varúðarráðstafana vegna komu Matthew.
Íbúar á Haiti hafa gripið til ýmissa varúðarráðstafana vegna komu Matthew. Vísir/AFP
Búið er að rýma afskekktar eyjar við Haítí vegna yfirvofandi komu fellibylsins Matthew sem spáð er að gangi á landið innan skamms.

Matthew er öflugasti fellibylurinn til að fara yfir Karíbahafið í mörg ár og er óttast að hann muni valda miklum flóðum, aurskriðum og eyðileggingu. Síðasti fellibylurinn af þessari stærðargráðu á þessum slóðum var fellibylurinn Felix árið 2007.

Vindhraðinn hefur mælst allt að 69 metra á sekúndu og flokkast Matthew nú sem fjórða stigs fellibylur á Saffir-Simpson kvarðanum.

Reiknað er með að Matthew gangi svo á suðurströnd Jamaíku, þar sem finna má höfuðborgina Kingston og einu olíuhreinsistöð eyríkisins. Einnig er óttast að Matthew kunni að valda eyðileggingu á Kúbu á leið sinni norður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×