Innlent

Bein útsending: Ræður frambjóðenda á flokksþingi Framsóknar

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson bjóða sig fram til formanns.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson bjóða sig fram til formanns. Vísir/Anton
Sýnt verður beint frá ræðum frambjóðenda til formanns, varaformanns og ritara á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer í Háskólabíói. Sömuleiðis verður sýnt þegar úrslit verða kynnt.

Samkvæmt dagskrá átti formannskjör að hefjast klukkan 11:30. Þegar úrslit liggja fyrir verður kosið um embætti varaformanns og ritara.

Útsendingu frá flokksþinginu má sjá að neðan.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson bjóða sig fram til formanns.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir framboði til varaformanns Framsóknarflokksins. Hún greindi frá framboðinu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lýst yfir skilyrtu framboði til varaformanns, að hún bjóði sig fram, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag.

Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur lýst yfir framboði til ritara.

Uppfært 13:20: 

Framsóknarmenn eru nú að greiða atkvæðu um nýjan formenn, en von er á að úrslit verði kynnt innan skamms.

Vísir/Anton
Vísir/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×