Erlent

10 ára drengur lést í vatnsrennibrautagarði í Bandaríkjunum

Birta Svavarsdóttir skrifar
Verrückt rennibrautin er yfir fimmtíu metrar á hæð.
Verrückt rennibrautin er yfir fimmtíu metrar á hæð. flickr/adele chen
10 ára gamall drengur, Caleb Thomas Schwab, lést í hæstu vatnsrennibraut í heimi á sunnudaginn, en hana er að finna í Schlitterbahn-garðinum í Kansas í Bandaríkjunum. Garðinum hefur nú verið lokað á meðan unnið er að rannsókn málsins. Þetta kemur fram á heimasíðu CNN nú í morgun.

Slysið átti sér stað í rennibrautinni „Verrückt“, sem myndi útleggjast á íslensku sem „Geðveikt“, en hún er yfir fimmtíu metra há og getur náð allt að áttatíu km hraða á klukkustund. Strangar reglur eru yfir það hverjir mega fara í rennibrautina, en ekki er vitað hvort farið var rétt að öllu í tilfelli drengsins.

Í rannsókn sem gerð var af Barnaspítalanum í Columbus, Ohio árið 2013 kemur fram að þúsundir barna slasist í leiktækjum skemmtigarða á ári hverju. Þar eru háls- og höfuðáverkar algengastir, eða um 28%. 

Hér að neðan má sjá kynningarmyndband sem sýnir vatnsrennibrautina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×