Fótbolti

Jese kominn til PSG

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jese í leik með Real.
Jese í leik með Real. vísir/getty
Franska félagið PSG keypti í dag Jese Rodriguez frá Real Madrid.

Þessi skemmtilegi leikmaður kostaði PSG 21 milljón punda eða 3,3 milljarða íslenskra króna.

Jese hafði verið hjá Real Madrid síðan árið 2007 er hann kom þangað sem ungur drengur. Hann er fimmti leikmaðurinn sem PSG kaupir í sumar.

Hann var aðeins í byrjunarliði Real Madrid fjórtán sinnum á ferlinum en kom 49 sinnum af bekknum. Hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2011 og skoraði 13 mörk.

Jese er eðlilega að fara til PSG í von um að fá að spila meiri fótbolta og segist hann ekki getað beðið eftir fyrsta leik með nýja liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×