Innlent

Þrjátíu prósent fleiri ferðamenn

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
936 þúsund túristar.
936 þúsund túristar. vísir/vilhelm
Um 236 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 55 þúsund fleiri en í júlí í fyrra. Aukningin er 30,6 prósent milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótum er 936 þúsund, eða 34,1 prósenti fleiri miðað við sama tímabil í fyrra.

Bandaríkjamenn voru fjölmennastir, eða 25,7 prósent af heildarfjölda, en næstir komu Þjóðverjar, 10,7 prósent. Þar á eftir fylgdu Bretar, Frakkar og Kanadamenn. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×