Erlent

Abe heimsækir Pearl Harbor á Hawaii

Atli Ísleifsson skrifar
2.300 Bandaríkjamenn féllu í árás Japanshers árið 1941.
2.300 Bandaríkjamenn féllu í árás Japanshers árið 1941. Vísir/AFP
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, er nú staddur í opinberri heimsókn á Hawaii og hefur hann heimsótt nokkra minnisvarða á eyjunum.

Hann mun síðan, í fylgd með Barack Obama Bandaríkjaforseta, heimsækja Pearl Harbor, en sú heimsókn þykir söguleg í meira lagi því það var þar sem Japanir drógu Bandaríkin inn í seinni heimsstyrjöldina með því að ráðast á flotastöð þeirra þann 7. desember 1941.

Þetta er í fyrsta sinn frá árásinni sem leiðtogar beggja landa heimsækja hinn örlagaríka stað.

Fyrr á árinu heimsótti Obama japönsku borgina Hiroshima þar sem Bandaríkjaher varpaði kjarnorkusprengju í ágúst 1945.


Tengdar fréttir

Söguleg heimsókn til Hiroshima

Barack Obama heimsótti í dag japönsku borgina Hiroshima, sem Bandaríkjamenn gjöreyddu með kjarnorkusprengju þann sjötta ágúst árið 1945. Heimsóknin er merkileg fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkjanna heimsækir borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×