Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Íslendingar eiga enn Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum og við notum líka miklu meira af amfetamíni. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við fjöllum líka um forvarnir gegn krabbameini en forseti læknadeildar segir mikil tækifæri í notkun dulkóðaðra upplýsinga til að upplýsa konur um hættu á brjóstakrabbameini. Þá verður rætt við tuttugu og fimm ára konu sem upplifir mikla fordóma í sinn garð eftir að hún fór í ófrjósemisaðgerð.

Þá fjöllum við um ný smá-hjólhýsi sem íslenskir frumkvöðlar eru að vinna að en þau eru sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Við fjöllum líka um Íslandsmótið í skrafli en skrafl nýtur vaxandi vinsælda hér á landi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×