Óslökkvandi þrá sem jókst með árunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2016 09:15 Kristín með kassann sem hún málaði Munkaþverá á þegar hún var fimmtán ára og gaf foreldrum sínum í jólagjöf. Vísir/GVA Ég er hér uppi!“ kallar Kristín frá Munkaþverá og birtist brosandi á stigaskör fallegs fjórbýlishúss í borginni. Hún er eins og ung stúlka í fasi og útliti þó komin sé á níræðisaldur. Við göngum fram hjá litlu eldhúsi og gegnum borðstofu því Kristín býður í betri stofuna. Þar sest ég í stól sem hún hefur ofið áklæðið á og hef orð á að hún hafi margs konar list á valdi sínu. „Já, forvitnin stjórnaði því,“ segir hún brosandi. „Ég þótti spurult barn og í Handíðaskólanum rak forvitnin mig út í ýmsar tilraunir enda var abstraktlistin í algleymingi. Við nemendurnir lærðum vissulega að teikna og mála á akademískan hátt, leirmótun og meira að segja leikbrúðugerð en vorum líka örvuð í að nota allt mögulegt í listsköpuninni. Sverrir Haraldsson setti okkur fyrir að útbúa listaverk úr því sem við fyndum heima. Ein skólasystir mín átti föður sem var járnsmiður, hún gerði skemmtilegt verk en svo þungt að við gátum varla loftað því. Fjölskylda mín var fyrir norðan og ég bjó í mjög litlu herbergi með lítið í kringum mig. Útkoman varð sú að ég málaði bak af gamalli teikniblokk, lakkaði og límdi á það bast, appelsínubörk og bylgjupappír.“ Mynd af þessu frumlega verki er á bls. 21 í nýju bókinni hennar Kristínar, sem heitir einfaldlega Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá – og talið berst að henni.Skjól nefnist þetta verk Kristínar. Hún setti það upp í kirkju í Santiago De Compostela á Spáni árið 2002, þegar Reykjavík var Menningarborg Evrópu. Það er tileinkað íslenskum stúlkum sem lentu í dómsmálum fyrir að hafa alið börn í útihúsum, þar sem þau dóu. Þetta voru kölluð dulsmál. „Stúlkurnar sem allar eru nafngreindar í verkinu áttu það sameiginlegt með guðsmóðurinni í kirkjunni að hafa alið börn í útihúsum,“ útskýrir Kristín.Praktísk bók „Hugmyndin að bókinni varð til af praktískum ástæðum. Í júní í fyrra ákvað ég að skrá verkin mín sem eru uppi í risi, í vinnustofu úti í bæ og hjá vinum og ættingjum. Enginn veit sögu þeirra nema ég og mér datt í hug að best væri að gefa bara út bók svo upplýsingarnar væru á einum stað. Ég er samt algert barn í svona málum þótt ég hafi dálítið komið að útgáfu þegar Jón Óskar, maðurinn minn heitinn, var að gefa út bækur. Tæknin hefur breyst svo ég fékk gott fólk í lið með mér. Var svo heppin að fá Sigurð Svavarsson sem ritstjóra og dóttir mín, Una Margrét, og tengdasonurinn, Eiður Hólmsteinsson, hafa verið mér mjög hjálpleg.“ Bókin hefst á rituðu máli, annars vegar um listferil Kristínar eftir Kristínu G. Guðnadóttur listfræðing, og hins vegar viðtali við hana sem Steinunn G. Helgadóttir, rithöfundur og myndlistarmaður, tók. Þar stiklar Kristín á stóru yfir lífshlaupið. En myndir af verkum hennar, gerðar með ýmiss konar tækni og stíl og úr ólíkum efnum, eru í öndvegi í bókinni. „Þetta átti alltaf að verða myndabók,“ áréttar hún. Allnokkur verk í bókinni eru með rithönd Kristínar, sum þeirra á þæfðri ull. „Ég gerði dálítið af bókverkum, sjálfsagt bæði undir áhrifum frá manninum mínum sem var rithöfundur og líka því að alast upp á Munkaþverá, þar sem mikið var til af gömlum bókum og sagan var í hverju spori,“ segir hún, „Ég ólst upp undir handarjaðri kynslóðar sem var fædd upp úr miðri 19. öld. Á neðri hæðinni var til dæmis bróðir föðurömmu minnar sem hafði farið vestur um haf sem ungur maður en kom heim aftur eftir 55 ára útivist og hitti tvö systkini sín fyrir. Þau voru grúskarar og sífellt að tala um gamla tímann og það sem á dagana hafði drifið. Það fyrsta sem ég og elsti bróðir minn gerðum á morgnana var að renna okkur niður stigahandriðið og heilsa upp á þau. Pabbi var kominn yfir fimmtugt þegar ég fæddist og hafði líka mikinn áhuga á tengslum við fortíðina. Við vorum svolítið lík.“ Hefur þú listhneigðina frá honum? „Líklega úr hans ætt, að minnsta kosti. Ég hef heimildir fyrir því að þegar móðurbróðir hans, Jakob Jónsson, var átta eða níu ára hafi verið eftir því tekið að hann hefði teiknihæfileika. Það var 1857. Síðar gaf Jakob út sveitablað, fagurlega skrifað, lærði smíðar hjá Tryggva Gunnarssyni í Fnjóskadal og skreytilist í Kaupmannahöfn. Hann fékkst við rósamálun eftir heimkomuna en fór til Ameríku 1875, kom aldrei til Íslands aftur og núlifandi afkomendum hans er ókunnugt um listfengi hans.“Blús – innsetning á Kjarvalsstöðum frá 1995, gerð úr plexigleri og ull.Ætla að verða listmálari Kristín kveðst alltaf hafa verið að teikna og lita þegar hún var barn þótt lítið væri um pappír. „Ég skreytti kúaskýrslurnar hans pabba og hvað sem var. Haldin óslökkvandi þrá sem jókst með árunum. Þegar ég var fimm ára sá ég grein í Fálkanum um myndlistarmenn, þar var mynd af konu sem hét Kristín Jónsdóttir og var listmálari. Ég benti á hana og sagði: „Ég ætla líka að verða listmálari þegar ég verð stór.“ Fimmtán ára komst Kristín í kynni við olíuliti. „Mig langaði að mála mynd af bænum okkar til að gefa foreldrum mínum í jólagjöf og maður frænku minnar lánaði mér litatúpurnar sínar. Ég málaði myndina á kassalok og skreytti hliðarnar með eyfirskum fjöllum og fossum. Svo fór ég að teikna andlitsmyndir og þótti ná svip af fólki. Það þótti einhver mælikvarði. Pabbi tók eftir þessu." Leiðin lá í Menntaskólann á Akureyri. „Ég bjó hjá móðurömmu minni og átti að vera að lesa undir próf þegar ég hitti vinkonu mína. Hún var komin í hóp frístundamálara sem höfðu fengið pláss fyrir trönur sínar uppi í risi hjá KEA og hún bauð mér að vera með. Það skipti sköpum, mér fannst þessi iðja svo skemmtileg. Um sumarið var ég við heyskap úti á túni þegar þeirri hugsun sló niður í kollinn á mér að ef ég yrði stúdent gæti ég aldrei orðið listmálari, því þá yrði ætlast til annars af mér. Ég tjáði foreldrum mínum það og þau reyndu mikið að telja mér hughvarf, enda gætu þau ekki kostað mig til náms í borginni. En ég var þráablóð og ákveðin í að vinna fyrir mér. Við mamma gerðum samning þarna í flekknum og hún fór fljótlega til Reykjavíkur og réð mig til konu á Túngötunni sem ég vann hjá nokkra tíma á dag gegn fæði og húsnæði. Þannig að þó mamma væri kannski mótfallnari því en pabbi að ég fetaði þessa braut þá var það hún sem dreif í hlutunum. Ég vann svo fyrir mér öll skólaárin, meðal annars heima á sumrin þar sem ég fékk kaupakonulaun.“ Að náminu í Handíðaskólanum loknu hélt Kristín til Kaupmannahafnar með Gullfossi í framhaldsnám við Kunsthåndværkerskolen. Þar var hún í þrjú ár og lærði meðal annars vefnað en þótti tímasóun að vefa stórar voðir. „Prófverkefnið mitt var myndvefnaður. Myndlistin átti hug minn allan.“Fjallið eina, sáldþrykk á hör, verk frá 1961.Forlögin leiddu okkur saman Ástin kom þó líka við sögu í lífi Kristínar. Fyrri maður hennar var Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður en upp úr því sambandi slitnaði. Seinni maður hennar var Jón Óskar rithöfundur eins og komið hefur fram. Þau vissu hvort af öðru en fundum þeirra bar fyrst saman í París 1959, þar sem Kristín dvaldi við nám. „Forlögin leiddu okkur saman,“ segir hún og kveðst hafa verið á rölti með ítölskum listamanni milli gallería þegar hún sá Jón ganga hjá og kallaði nafn hans. „Jón kom til mín og sagði: „Já, ert þú hér?“ Þetta voru okkar fyrstu kynni.“ Hvað sagði Ítalinn? spyr ég forvitin. „Hann spurði: „Ætlarðu að fara með honum?“ En, nei, nei. Það var ekki komið að því.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016. Lífið Menning Tengdar fréttir Áhugavert samtal við umhverfið Áhugaverð sýning sem nær að vekja upp spurningar um samband okkar við umhverfið á uppbyggilegan hátt. 5. nóvember 2016 11:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég er hér uppi!“ kallar Kristín frá Munkaþverá og birtist brosandi á stigaskör fallegs fjórbýlishúss í borginni. Hún er eins og ung stúlka í fasi og útliti þó komin sé á níræðisaldur. Við göngum fram hjá litlu eldhúsi og gegnum borðstofu því Kristín býður í betri stofuna. Þar sest ég í stól sem hún hefur ofið áklæðið á og hef orð á að hún hafi margs konar list á valdi sínu. „Já, forvitnin stjórnaði því,“ segir hún brosandi. „Ég þótti spurult barn og í Handíðaskólanum rak forvitnin mig út í ýmsar tilraunir enda var abstraktlistin í algleymingi. Við nemendurnir lærðum vissulega að teikna og mála á akademískan hátt, leirmótun og meira að segja leikbrúðugerð en vorum líka örvuð í að nota allt mögulegt í listsköpuninni. Sverrir Haraldsson setti okkur fyrir að útbúa listaverk úr því sem við fyndum heima. Ein skólasystir mín átti föður sem var járnsmiður, hún gerði skemmtilegt verk en svo þungt að við gátum varla loftað því. Fjölskylda mín var fyrir norðan og ég bjó í mjög litlu herbergi með lítið í kringum mig. Útkoman varð sú að ég málaði bak af gamalli teikniblokk, lakkaði og límdi á það bast, appelsínubörk og bylgjupappír.“ Mynd af þessu frumlega verki er á bls. 21 í nýju bókinni hennar Kristínar, sem heitir einfaldlega Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá – og talið berst að henni.Skjól nefnist þetta verk Kristínar. Hún setti það upp í kirkju í Santiago De Compostela á Spáni árið 2002, þegar Reykjavík var Menningarborg Evrópu. Það er tileinkað íslenskum stúlkum sem lentu í dómsmálum fyrir að hafa alið börn í útihúsum, þar sem þau dóu. Þetta voru kölluð dulsmál. „Stúlkurnar sem allar eru nafngreindar í verkinu áttu það sameiginlegt með guðsmóðurinni í kirkjunni að hafa alið börn í útihúsum,“ útskýrir Kristín.Praktísk bók „Hugmyndin að bókinni varð til af praktískum ástæðum. Í júní í fyrra ákvað ég að skrá verkin mín sem eru uppi í risi, í vinnustofu úti í bæ og hjá vinum og ættingjum. Enginn veit sögu þeirra nema ég og mér datt í hug að best væri að gefa bara út bók svo upplýsingarnar væru á einum stað. Ég er samt algert barn í svona málum þótt ég hafi dálítið komið að útgáfu þegar Jón Óskar, maðurinn minn heitinn, var að gefa út bækur. Tæknin hefur breyst svo ég fékk gott fólk í lið með mér. Var svo heppin að fá Sigurð Svavarsson sem ritstjóra og dóttir mín, Una Margrét, og tengdasonurinn, Eiður Hólmsteinsson, hafa verið mér mjög hjálpleg.“ Bókin hefst á rituðu máli, annars vegar um listferil Kristínar eftir Kristínu G. Guðnadóttur listfræðing, og hins vegar viðtali við hana sem Steinunn G. Helgadóttir, rithöfundur og myndlistarmaður, tók. Þar stiklar Kristín á stóru yfir lífshlaupið. En myndir af verkum hennar, gerðar með ýmiss konar tækni og stíl og úr ólíkum efnum, eru í öndvegi í bókinni. „Þetta átti alltaf að verða myndabók,“ áréttar hún. Allnokkur verk í bókinni eru með rithönd Kristínar, sum þeirra á þæfðri ull. „Ég gerði dálítið af bókverkum, sjálfsagt bæði undir áhrifum frá manninum mínum sem var rithöfundur og líka því að alast upp á Munkaþverá, þar sem mikið var til af gömlum bókum og sagan var í hverju spori,“ segir hún, „Ég ólst upp undir handarjaðri kynslóðar sem var fædd upp úr miðri 19. öld. Á neðri hæðinni var til dæmis bróðir föðurömmu minnar sem hafði farið vestur um haf sem ungur maður en kom heim aftur eftir 55 ára útivist og hitti tvö systkini sín fyrir. Þau voru grúskarar og sífellt að tala um gamla tímann og það sem á dagana hafði drifið. Það fyrsta sem ég og elsti bróðir minn gerðum á morgnana var að renna okkur niður stigahandriðið og heilsa upp á þau. Pabbi var kominn yfir fimmtugt þegar ég fæddist og hafði líka mikinn áhuga á tengslum við fortíðina. Við vorum svolítið lík.“ Hefur þú listhneigðina frá honum? „Líklega úr hans ætt, að minnsta kosti. Ég hef heimildir fyrir því að þegar móðurbróðir hans, Jakob Jónsson, var átta eða níu ára hafi verið eftir því tekið að hann hefði teiknihæfileika. Það var 1857. Síðar gaf Jakob út sveitablað, fagurlega skrifað, lærði smíðar hjá Tryggva Gunnarssyni í Fnjóskadal og skreytilist í Kaupmannahöfn. Hann fékkst við rósamálun eftir heimkomuna en fór til Ameríku 1875, kom aldrei til Íslands aftur og núlifandi afkomendum hans er ókunnugt um listfengi hans.“Blús – innsetning á Kjarvalsstöðum frá 1995, gerð úr plexigleri og ull.Ætla að verða listmálari Kristín kveðst alltaf hafa verið að teikna og lita þegar hún var barn þótt lítið væri um pappír. „Ég skreytti kúaskýrslurnar hans pabba og hvað sem var. Haldin óslökkvandi þrá sem jókst með árunum. Þegar ég var fimm ára sá ég grein í Fálkanum um myndlistarmenn, þar var mynd af konu sem hét Kristín Jónsdóttir og var listmálari. Ég benti á hana og sagði: „Ég ætla líka að verða listmálari þegar ég verð stór.“ Fimmtán ára komst Kristín í kynni við olíuliti. „Mig langaði að mála mynd af bænum okkar til að gefa foreldrum mínum í jólagjöf og maður frænku minnar lánaði mér litatúpurnar sínar. Ég málaði myndina á kassalok og skreytti hliðarnar með eyfirskum fjöllum og fossum. Svo fór ég að teikna andlitsmyndir og þótti ná svip af fólki. Það þótti einhver mælikvarði. Pabbi tók eftir þessu." Leiðin lá í Menntaskólann á Akureyri. „Ég bjó hjá móðurömmu minni og átti að vera að lesa undir próf þegar ég hitti vinkonu mína. Hún var komin í hóp frístundamálara sem höfðu fengið pláss fyrir trönur sínar uppi í risi hjá KEA og hún bauð mér að vera með. Það skipti sköpum, mér fannst þessi iðja svo skemmtileg. Um sumarið var ég við heyskap úti á túni þegar þeirri hugsun sló niður í kollinn á mér að ef ég yrði stúdent gæti ég aldrei orðið listmálari, því þá yrði ætlast til annars af mér. Ég tjáði foreldrum mínum það og þau reyndu mikið að telja mér hughvarf, enda gætu þau ekki kostað mig til náms í borginni. En ég var þráablóð og ákveðin í að vinna fyrir mér. Við mamma gerðum samning þarna í flekknum og hún fór fljótlega til Reykjavíkur og réð mig til konu á Túngötunni sem ég vann hjá nokkra tíma á dag gegn fæði og húsnæði. Þannig að þó mamma væri kannski mótfallnari því en pabbi að ég fetaði þessa braut þá var það hún sem dreif í hlutunum. Ég vann svo fyrir mér öll skólaárin, meðal annars heima á sumrin þar sem ég fékk kaupakonulaun.“ Að náminu í Handíðaskólanum loknu hélt Kristín til Kaupmannahafnar með Gullfossi í framhaldsnám við Kunsthåndværkerskolen. Þar var hún í þrjú ár og lærði meðal annars vefnað en þótti tímasóun að vefa stórar voðir. „Prófverkefnið mitt var myndvefnaður. Myndlistin átti hug minn allan.“Fjallið eina, sáldþrykk á hör, verk frá 1961.Forlögin leiddu okkur saman Ástin kom þó líka við sögu í lífi Kristínar. Fyrri maður hennar var Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður en upp úr því sambandi slitnaði. Seinni maður hennar var Jón Óskar rithöfundur eins og komið hefur fram. Þau vissu hvort af öðru en fundum þeirra bar fyrst saman í París 1959, þar sem Kristín dvaldi við nám. „Forlögin leiddu okkur saman,“ segir hún og kveðst hafa verið á rölti með ítölskum listamanni milli gallería þegar hún sá Jón ganga hjá og kallaði nafn hans. „Jón kom til mín og sagði: „Já, ert þú hér?“ Þetta voru okkar fyrstu kynni.“ Hvað sagði Ítalinn? spyr ég forvitin. „Hann spurði: „Ætlarðu að fara með honum?“ En, nei, nei. Það var ekki komið að því.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. nóvember 2016.
Lífið Menning Tengdar fréttir Áhugavert samtal við umhverfið Áhugaverð sýning sem nær að vekja upp spurningar um samband okkar við umhverfið á uppbyggilegan hátt. 5. nóvember 2016 11:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Áhugavert samtal við umhverfið Áhugaverð sýning sem nær að vekja upp spurningar um samband okkar við umhverfið á uppbyggilegan hátt. 5. nóvember 2016 11:00