Innlent

Símanum svarað sjaldnar en áður

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Erfitt er að ná sambandi við Ferðaþjónustu fatlaðra.
Erfitt er að ná sambandi við Ferðaþjónustu fatlaðra. vísir/Anton Brink
Gríðarleg óánægja er meðal farþega ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó. Sumir notendur hafa hreinlega gefist upp á því að reyna ná inn í símaverið.

Erlendur Pálsson, sviðsstjóri farþegaþjónustusviðs, kom fyrir stjórnarfund Strætó í lok október. Rætt var um aðgerðir vegna svarhlutfalls hjá farþegaþjónustunni.

Í minnisblaði Erlendar segir að símsvörun í þjónustuverinu hafi versnað veruleg vegna niðurskurðar á árinu 2016. Var svörun óásættanleg í ágúst, 67,3 prósent, og í september fór hlutfallið niður í 60 prósent.

„Rökstudd er aukin þörf á handröðun í bíla farþegaþjónustunnar samhliða tölvukerfinu sem leitt geti til mikillar hagræðingar í skipulagi aksturs og stuðlað að bættri símsvörun,“ segir í minnisblaðinu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×