Enski boltinn

Fyrsti sigur Sunderland kom með Moyes í stúkunni | Jafnt hjá West Ham og Stoke | Sjáðu mörkin

Leikmenn Sunderland unnu langþráðan 2-1 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu.

Mikil pressa er á David Moyes, knattspyrnustjóra liðsins, eftir slakt gengi í upphafi tímabilsins en hann tók út leikbann í dag og þurfti því að fylgjast með úr stúkunni.

Heimamenn komust yfir með marki frá Dan Gosling en Victor Anichebe jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks eftir undirbúning Jermaine Defoe.

Sunderland varð fyrir áfalli á 59. mínútu þegar Steven Pienaar var vísað af velli með rautt spjald en það kom ekki að sök.

Fimmtán mínútum síðar kom Defoe gestunum yfir af vítapunktinum en það reyndist vera sigurmark leiksins.

Sunderland er áfram í neðsta sæti deildarinnar með aðeins fimm stig eftir ellefu umferðir, fimm stigum frá öruggu sæti.

Þá skyldu West Ham og Stoke City jöfn 1-1 á heimavelli West Ham en spænski sóknarmaðurinn Bojan bjargaði stigi fyrir Stoke eftir sjálfsmark Glenn Whelan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×