Enski boltinn

Tap í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Conte

Kristinn Páll Teitsson skrifar
vísir/getty
Chelsea lék fyrsta leik sinn undir stjórn Antonio Conte í dag en það voru tilvonandi liðsfélagar Arnórs Ingva Traustasonar í Rapid Vín sem höfðu betur 2-0 á heimavelli.

Chelsea tefldi fram sterku liði sem innihélt Diego Costa, Willian, Nemanja Matic, Branislav Ivanovic og John Terry en það var austurríska liðið sem byrjaði leikinn betur.

Á 8. mínútu leiksins kom Joelinton Rapid Vín yfir en Tomas Correa bætti við öðru marki Rapid Vín á 83. mínútu leiksins.

Chelsea mætir Wolfsberger í Austurríki á miðvikudaginn áður en liðið heldur til Bandaríkjanna þar sem liðið tekur þátt í International Champions Cup.

Þá vann Bayern Munchen tæpan 4-3 sigur á Lippstadt í fyrsta leik þýsku meistaranna undir stjórn Carlo Ancelotti.

Arjen Robben, Philipp Lahm og Julian Green sáu um mörk Bayern í fyrri hálfleik en Lippstadt náði að laga stöðuna í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×