Enski boltinn

Maðurinn sem tæklaði Neymar af HM kominn til Watford

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tæklingin fræga.
Tæklingin fræga. Vísir/Getty
Kólumbíski varnarmaðurinn Juan Camilo Zuniga sem er sennilega hvað þekktastur fyrir að bráka hryggjarlið á Neymar í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Brasilíu gekk í dag til liðs við Watford á eins árs lánssamning.

Zuninga kemur til Watford frá Napoli en hann fékk lítið af tækifærum hjá Napoli á síðasta tímabili og eyddi seinni helming tímabilsins á láni hjá Bologna.

Zuninga var heimsfrægur á lokamínútum leiks Brasilíu og Kólumbíu í 8-liða úrslitum Heimsmeistarakeppninar en þá tæklaði hann gulldrenginn Neymar af hörku og reyndist Neymar vera með brákaðan hryggjarlið.

Neymar var því frá vegna meiðsla í undanúrslitunum þar sem heimamenn í Brasilíu fengu neyðarlegan 1-7 skell gegn verðandi heimsmeisturunum í Þýskalandi.

Hjá Watford hittir hann fyrir hinn ítalska Walter Mazzarri en hann fékk Zuninga til liðs við Napoli á sínum tíma og var bakvörðurinn fastur gestur í liði Napoli undir stjórn Mazzarri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×