Enski boltinn

Franski skriðdrekinn að yfirgefa Leicester

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kante var aldrei langt undan þegar andstæðngarnir sóttu síðasta vetur.
Kante var aldrei langt undan þegar andstæðngarnir sóttu síðasta vetur. Vísir/getty
Leicester samþykkti tilboð frá Chelsea í franska landsliðsmanninn N’Golo Kante í gær en samkvæmt enskum miðlum mun Chelsea greiða tæplega þrjátíu milljónir punda fyrir Kante.

Kante kom eins og stormsveipur inn í deildina er Leicester varð enskur meistari í fyrsta sinn í vor en Leicester greiddi aðeins 5,5 milljónir fyrir þjónustu hans fyrir aðeins ári síðan.

Kante lét forráðamenn Leicester vita í gær að hann væri á förum frá félaginu til Chelsea en hann verður önnur kaup Chelsea undir stjórn Antonio Conte á eftir Michy Batshuayi.

Hann verður fyrsti lykilleikmaðurinn sem yfirgefur ensku meistarana en Jamie Vardy, framherji liðsins, ákvað að neita Arsenal og taka slaginn aftur með Leicester í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×