Fótbolti

Veit ekki enn af flugslysinu sem hann lifði af

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hélio Hermito Zampier Neto.
Hélio Hermito Zampier Neto. vísir/getty
Varnarmaðurinn Neto er einn þeirra þriggja sem komust lífs af úr flugslysinu hræðilega þar sem nær allt lið Chapecoense fórst.

Neto, eða Hélio Hermito Zampier Neto eins og hann heitir fullu nafni, liggur nú á spítala í Kólumbíu.

Neto missti meðvitund í slysinu og veit ekki enn hvað gerðist. Og þannig á það að vera, allavega um sinn.

Læknir Chapecoense-liðsins greindi frá því að sálfræðingur hefði mælst til þess að upplýsingum um flugslysið yrði haldið frá hinum 31 árs gamla Neto.

Talið er að hann gæti fengið andlegt áfall við að heyra fréttirnar um slysið og það myndi hægja á bata hans.

Neto gekk til liðs við Chapecoense frá Santos í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×