Arnór Ingvi Traustason og félagar í austurríska liðinu Rapid Vín töpuðu fyrir Athletic Bilbao, 1-0, í baskalandi í F-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld.
Eina mark leiksins skoraði Benat Etxebarria fyrir heimamenn í baskalandi með afskaplega fallegu skoti í þaknetið á 59. mínútu í síðari hálfleik.
Arnór Ingvi, sem gekk í raðir Rapid frá Norrköping í Svíþjóð í sumar, byrjaði leikinn en var tekinn af velli á 72. mínútu.
Rapid Vín er í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig eftir tapið í kvöld en öll liðin í riðlinum eru með þrjú stig.
Genk frá Belgíu vann Sassuolo frá Ítalíu, 3-1, á heimavelli og er efst í riðlinum.
Fallegt mark Benat afgreiddi Arnór Ingva og félaga
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn


Ástbjörn missir af næstu leikjum KR
Íslenski boltinn

Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn





„Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“
Körfubolti

Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester
Enski boltinn