Erlent

Tíu kínversk skólabörn særðust í hnífaárás

Atli Ísleifsson skrifar
Tvö börn særðust alvarlega í árásinni.
Tvö börn særðust alvarlega í árásinni. Vísir/Getty
Tíu kínversk grunnskólabörn særðust í árás manns á hóp barna í borginni Haikou í Hainan-héraði í suðurhluta Kína í dag.

Kínverski ríkismiðillinn CCTV greinir frá því að árásin hafi átt sér stað fyrir utan skólann og hafi tvö börn særst alvarlega, ekkert þó lífshættulega. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir árásina.

Í frétt AP segir að ofbeldisbrotum sem beinst hafa að grunnskólabörnum í Kína hafi fækkað á síðustu árum eftir hrinu hnífaárása í landinu fyrir um fimm árum. Öryggisgæsla við skóla í landinu var víða hert eftir mótmæli foreldra.

Ein mannskæðasta árásin varð í Fujian-héraði árið 2010 þar sem 42 ára maður varð átta börnum að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×