Viðskipti innlent

Uppsagnir hjá Símanum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þrettán manns var sagt upp hjá Símanum í dag.
Þrettán manns var sagt upp hjá Símanum í dag. vísir/vilhelm
Þrettán manns var sagt upp hjá Símanum í dag en í skriflegu svari frá Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, til Vísis kemur fram að um sé að ræða áherslubreytingar á rekstri markaðs-og vefdeilda fyrirtækisins. Verkefnum verði fækkað, önnur færast úr húsi en stjórn þeirra verður áfram innanhúss.

Er breytingin gerð til þess að verja samkeppnishæfi Símans á markaði en í svari Gunnhildar segir að mikilvægt skref í þeirri vegferð sé að rekstrarkostnaður lækki og boðleiðir innanhúss styttist.

Í lok janúar var 14 starfsmönnum sagt upp hjá Símanum og hafa því alls 27 manns misst vinnu sína hjá fyrirtækinu fyrstu tveimur mánuðum ársins. Aðspurð um hvort fleiri uppsagnir verði á árinu segir Gunnhildur mikla hreyfingu vera á markaðnum og þróun fjarskipta hröð.

„Síminn endurmetur því stöðugt stöðuna og bregst við því sem hún sýnir.“

Frétt síðast uppfærð klukkan 11:33.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×